30 manns tóku þátt í skákmóti Hróksins í Árneshreppi

Frá skákmótinu.
Frá skákmótinu. mbl.is

30 manns tóku þátt í móti skákfélagsins Hróksins í félagsheimilinu Trékyllisvík í Árneshreppi laugardag fyrir páska. Talsverður áhugi er fyrir skák meðal grunnskólabarna í hreppnum. Trausti Steinsson varð í fyrsta sæti og hlaut bikar frá Hróknum.

Margrét Guðfinnsdóttir varð efst í kvennaflokki. Hrafn Jökulsson, forseti skákfélagsins Hróksins, tefldi fjöltefli um kvöldið og tóku 26 þátt í því.

Hafn Jökulsson afhendir Trausta Steinssyni bikarinn.
Hafn Jökulsson afhendir Trausta Steinssyni bikarinn. mbl.is
mbl.is