Nýr einkarekinn framhaldsskóli í Hafnarfirði í haust: Nemendur fá stúdentspróf átján ára

Næsta haust mun nýr einkarekinn framhaldsskóli, Menntaskólinn Hraðbraut, taka til starfa í Hafnarfirði. Þar verður boðið upp á tveggja ára nám til stúdentsprófs og munu nemendur skólans því útskrifast átján ára, að sögn Ólafs Hauks Johnson, skólastjóra.

Boðið verður upp á bóknám á tveimur brautum, náttúrufræði- og málabraut. Náminu verður stillt upp í 15 fimm vikna lotur og verða þrjár námsgreinar teknar fyrir í hverri lotu. "Kennsla fer eingöngu fram á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum en hina virku dagana er gert ráð fyrir að nemendur mæti í skólann og sinni heimanámi í skólastofunum. Þá daga verða kennarar viðstaddir og veita aðstoð," útskýrir Ólafur. "Við lok hverrar fimm vikna lotu verða síðan próf og eftir það frí í viku fyrir þá sem ná en gert ráð fyrir að þeir sem falli noti vikuna til að bæta sig." Hann tekur fram að kennarar muni bera meiri ábyrgð á námi nemenda en almennt gerist í framhaldsskólum. "Andinn á að vera þannig að þegar nemandinn er kominn í skólann verði allt gert til hjálpa honum sem mest og best í náminu."

Sjö ára gömul hugmynd

Ólafur er viðskiptafræðingur með kennsluréttindi frá Kennaraháskólanum og hefur unnið við kennslu í framhaldsskóla í 12 ár. Þá hefur hann rekið Hraðlestrarskólann í 20 ár og Sumarskólann þar sem framhaldsskólanemendur hafa getað tekið framhaldsskólaáfanga á mánaðarlöngum námskeiðum á sumrin. Hann segist hafa fengið hugmyndina að Hraðbrautinni árið 1996 við rekstur Sumarskólans. "Ég hef verið með Sumarskólann í 10 ár ásamt mági mínum og má segja að þar hafi ég verið að prufukeyra hugmyndina að þessum nýja skóla."

Skólaárið mun standa yfir frá miðjum ágúst og fram í miðjan júní eða um mánuði lengur en í öðrum framhaldsskólum en á móti kemur að nemendur útskrifast með stúdentspróf tveimur árum fyrr en venja er. "Vinnuálag verður auðvitað nokkurt en á móti kemur að vinnunni verður hagað þannig að námið verði mjög markvisst. Fræðimenn sem hafa þróað hugmyndina að skólanum með mér hafa reiknað út að námið muni liggja vel fyrir um 15% nemenda í hverjum árgangi en gert er ráð fyrir að um 100 nemendur verði teknir inn í skólann á hverju hausti."

Hann segir félagslíf skólans auðvitað mótast af því hversu lítill hann er.

Þjóðhagslegur ávinningur

Menntaskólinn Hraðbraut verður til húsa á Reykjavíkurvegi 74 þar sem Iðnskólinn í Hafnarfirði var áður. Húsið verður þó fyrst nánast endurbyggt og heilli hæð bætt ofan á það, að sögn Ólafs. Hann tekur fram að ásamt honum sjálfum muni fyrirtækið Nýsir hf. koma að rekstrinum. "Einnig verður Verzlunarmannafélag Reykjavíkur hluthafi, en félagið hefur sýnt því mikinn áhuga að stuðla að styttingu stúdentprófs." Hann nefnir að menntamálaráðuneytið hafi þegar veitt faglega viðurkenningu á náminu en auk þess hafi verið gerður samningur um fjárstuðning. "Skólagjöld verða um 190 þúsund krónur fyrir hvort árið og munu nemendur geta fengið lán fyrir þeirri upphæð frá viðskiptabönkum. Það þarf síðan ekki að byrja að greiða niður fyrr en að afloknu háskólanámi." Hann bendir á að ávinningurinn af því að fá stúdentspróf 18 ára sér margvíslegur. "Nemendur komast fyrr út á vinnumarkaðinn sem skapar þeim meiri möguleika og tekjur fyrir þá. Þá er einnig þjóðhagslegur ávinningur af því að fá ungt fólk fyrr út í atvinnulífið."

Skráning mun hefjast fljótlega en upplýsingar um skólann má nálgast á heimasíðunni hradbraut.is.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Stöðvi tafarlaust innheimtu smálánaskulda

12:31 Neytendasamtökin skora á Almenna innheimtu ehf. að stöðva tafarlaust innheimtu á smálánaskuldum sem byggja á ólögmætum lánum. Fyrir liggur að vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum. Meira »

Ekki búið að uppræta E.coli bakteríuna

12:31 Landslæknisembættið hefur gert auknar kröfur um úrbætur vegna E.coli í Efstadal II. Þetta kemur fram í frétt á vef embættisins. 21 hefur nú greinst með E.coli bakteríuna og var einn þeirra á ferð í Efstadal eftir að gripið var til aðgerða til að uppræta smit og smitleiðir. Meira »

Þyrftu þyrlu til að komast á staðinn

11:59 Það þyrfti þyrlu til að koma vísindamönnum á þann stað í Löngufjörum þar sem tugi grindhvala rak á land og því horfir ekki vel með sýnatöku. Þetta segir Gísli Arnór Víkingsson, hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun. Er þetta mesti fjöldi grindhvala sem hefur drepist hér við land frá 1986. Meira »

Miðflokkurinn tekur af Sjálfstæðisflokki

11:50 Miðflokkurinn er hástökkvari nýrrar skoðanakönnunar sem MMR birti í dag. Flokkurinn mælist með 14,4% fylgi og yrði þriðji stærsti flokkurinn ef boðað yrði til kosninga í dag. Að sama skapi lækkar fylgi Sjálfstæðisflokksins um rúm 3 prósentustig og mælist hann nú með 19,0% fylgi. Meira »

„Léttir að sjá vélina fara í loftið“

11:22 Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC, segir að hann sé ofsalega ánægður með að þessum kafla sé nú lokið, en í morgun hélt flugvélin TF GPA af landi brott eftir þriggja og hálfs mánaða kyrrsetningu. Lögmenn félagsins voru í viðbragðsstöðu síðasta sólarhringinn ef eitthvað kæmi upp á síðustu stundu. Meira »

Byrjar betur en á síðasta ári

10:54 „Vertíðin fer betur af stað nú en í fyrra,“ segir Hjalti Einarsson, skipstjóri á Víkingi AK, sem kom til Vopnafjarðar síðdegis í gær með um 790 tonn af makríl. Meira »

Vilja fyrst og fremst nýtingarskyldu

10:47 „Við höfum aðallega viljað að jarðeigendur hafi einhverjar skyldur þannig að jarðirnar séu ekki keyptar og séu síðan bara eins og stórar sumarhúsalóðir eða eitthvað slíkt,“ segir Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, í samtali við mbl.is vegna umræðunnar um jarðakaup erlendra ríkisborgara hér á landi. Meira »

Útlit fyrir ágætishelgarveður

10:17 Það verður norðaustanátt á landinu í dag og hvassast vestan og norðvestan til. Helgarveðrið lítur hins vegar ágætlega út á Suður- og Vesturlandi. Bjart veður og hiti á bilinu 13-18 stig. Fyrir austan er hins vegar útlit fyrir að áfram verði skýjað og lítils háttar úrkoma. Meira »

Lærði að gera raftónlist í Bandaríkjaher

10:00 Vestmannaeyjar eru fyrir löngu þekktar fyrir fjölbreytt tónlistarlíf og hæfileika. Nýjasta hljómsveitin þaðan er hljómsveitin Daystar sem býður upp á skemmtilegan bræðing af rokki og raftónlist, sem mætti kalla Cyber Punk. Meira »

Greiðsla til starfsmanna Reykjavíkur í ágúst

09:59 Reykjavíkurborg greiðir starfsfólki með lausa kjarasamninga eingreiðslu 1. ágúst, en þetta var samþykkt í borgarráði í gær sem viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2019. Greiðslan er til komin vegna tafa á viðræðum um nýja kjarasamninga. Meira »

Hinsta WOW-vélin flogin á brott

09:30 Síðasta flugvélin undir merkjum fallna flugfélagsins WOW air flaug á brott af Keflavíkurflugvelli klukkan 9.15 í dag. Hún er á leiðinni í viðhaldsmiðstöð ALC í Ljubljana í Slóveníu. Meira »

Umhverfisvænt efni úr móbergi

07:57 Bandaríska fyrirtækið Greencraft hefur hug á að vinna íblöndunarefni fyrir steinsteypu úr móbergi á Reykjanesi. Fyrirtækið sérhæfir sig í gerð hátæknisteinsteypu á umhverfisvænan hátt. Meira »

Ekkert tilboð kom í nýja Kvíárbrú

07:37 Vegagerðin auglýsti hinn 24. júní sl. eftir tilboðum í smíði nýrrar brúar á Kvíá í Öræfum. Til stóð að opna tilboðin á þriðjudaginn en skemmst er frá því að segja að ekkert tilboð barst. Meira »

Drottningin kemur til Reykjavíkur

07:24 Farþegaskipið Qu­een Mary 2 er nú að leggjast að bryggju við Skarfabakka í Sundahöfn. Koma skipsins er sögu­leg­ur viðburður, en þetta er lengsta farþega­skip sem hingað hef­ur komið. Meira »

Festi bílinn í undirgöngunum

06:57 Um 70 mál komu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt og voru þrír vistaðir í fangageymslu. Einnig þurfti aðstoð lögreglu við þegar ökumaður sendibíls festi bíl sinn í undirgöngum. Meira »

Andlát: Gunnar B. Eydal

05:30 Gunnar B. Eydal, fyrrverandi skrifstofustjóri borgarstjórnar og borgarlögmaður, lést á líknardeild Landspítalans 15. júlí. Hann var á 76. aldursári. Meira »

Segist ekki vera á leið úr formannsstól

05:30 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir engan fót vera fyrir því sem hann segir vera endurteknar sögusagnir um að hann hyggist láta af formennsku flokksins innan skamms. Meira »

Sjólasystkinin ákærð vegna skatta

05:30 Embætti héraðssaksóknara hefur gefið út fimm ákærur á hendur systkinum sem oftast eru kennd við útgerðarfélagið Sjólaskip. Systkinin, tveir bræður og tvær systur, eru ákærð hvert um sig og einnig eru bræðurnir tveir ákærðir sameiginlega í einu málanna. Meira »

Á að tryggja öryggi íbúanna

05:30 Stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins hefur samþykkt erindisbréf fyrir starfshóp varðan di verklag og eftirlit með búsetu í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Meira »
Barnakerra
Til sölu Emmaljunga barnakerra. (Kerruvagn) Vel með farinn. Tilboð óskast...Sím...
Sprautulökkun
Ónotað síubox til sölu, stærð breidd 241 cm, dýpt 78 cm og hæð 115 cm + plús gri...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Hyundai Tuscon 2007 til sölu
Vel með farinn, bensín, beinsk.. ek. 211 þús. km. Einn eigandi, búið að skipta ...