Messuvín ekki framleitt lengur

Framleiðslu messuvíns hefur verið hætt á Íslandi þar sem það var ekki talið svara kostnaði að framleiða það lengur. Messuvínið var ekki bruggað, heldur var það blandað hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríksins. Í blöndunni var rauðvín og oftast sérrí eða annað svipað vín. Í staðinn kaupa flestir prestar nú rautt púrtvín til að hafa í messum sínum samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR.

Púrtvínið þykir svipað eða jafnvel betra en messuvínið. Styrkur áfengis í púrtvíni er í kringum 19%, en messuvínið var 18%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »