Bankarán framið í Grindavík

Lögreglumenn utan við Landsbankann í Grindavík.
Lögreglumenn utan við Landsbankann í Grindavík. mbl.is/Hilmar Bragi

Rán var framið í Landsbankanum í Grindavík eftir hádegið í dag. Lögregla verst allra frétta af málinu enn sem komið er en staðfestir þó að ránið hafi verið framið fyrr í dag. Að því er kemur fram á fréttavef Víkurfrétta er talið að einn maður sé viðriðinn málið. Að sögn íbúa í Grindavík hefur svæðið í kringum bankann verið girt af.

mbl.is