Fann ókunnugan nakinn mann í rúminu

Kona í miðbænum hringdi í lögregluna í Reykjavík á sunnudagsmorguninn og sagðist hafa fundið ókunnugan nakinn mann í rúminu sínu þegar hún kom heim. Hún sagðist hafa fleygt manninum út og fötunum hans á eftir en hann vilji komast aftur inn og berji allt að utan.

Lögregla náði tali af fáklæddum manninum sem hafði aðra sögu að segja. Hann sagðist hafa sofið hjá konunni og hún síðan lokið samverunni með því að kasta honum út.

mbl.is