Hátíðahöldin í Borgarnesi hófust í morgun klukkan 10:30 með 17. júní hlaupi á Skallagrímsvelli. Þar hlupu ungir sem aldnir og hlutu verðlaunapeninga fyrir. Um klukkan 11 svifu þrír félagar úr Fallhlífaklúbbi Reykjavíkur niður úr loftinu við mikinn fögnuð áhorfenda. Sá síðasti hélt á íslenska fánanum í tilefni dagsins.
Annar liður í dagskrá var keppni í knattspyrnu milli stjórnar Knattspyrnudeildar Skallagríms og bæjarstjórn Borgarbyggðar. Eftir hádegi í dag verður hátíðarguðsþjónusta í Borgarneskirkju og skrúðganga frá kirkjuholtinu. Samkvæmt venju verður svo hátíðardagskrá í Skallagrímsgarði og dagskrá í Íþróttahúsinu síðdegis.