Seldi falsaða miða á Bjarkar-tónleika

25 ára gamall maður í San Diego í Bandaríkjunum hefur játað að hafa selt miða á tónleika með Björk Guðmundsdóttur sem aldrei stóð til að halda. Maðurinn játaði brot sitt í gær.

Með brotinu rauf hann skilorð fyrir eldri brot, að því er fram kemur á fréttavef ABC.

Við yfirheyrslur í apríl síðastliðnum kom fram að maðurinn sannfærði eiganda næturklúbbs í San Diego um að Björk hefði fallist á að koma þar fram. Fyrirhuguð dagsetning tónleikanna var 15. janúar. Maðurinn hafði náð að selja miða fyrir að minnsta kosti níu þúsund dollara, tæplega 700 þúsund krónur, en miðann seldi hann á 40 dollara.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert