Hannes Hólmsteinn ritar ævisögu Halldórs Laxness

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, vinnur að ritun ævisögu Halldórs Laxness og á fyrsta bindið af þremur að koma út í haust. Fram kemur í viðtali við Hannes í blaðinu í dag að hann hafi unnið að verkinu nokkur undanfarin ár og víða leitað fanga, bæði hér á landi og erlendis.

Hannes segir að hér sé ekki um pólitíska ævisögu að ræða eða eitthvert uppgjör sitt við nóbelsskáldið. Hér sé frekar á ferðinni lýsing á 20. öldinni og tilraun og viðleitni til að skilja þá menn sem hafi staðið andspænis hinum ögrandi verkefnum aldarinnar. Ekki er um samþykkta ævisögu að ræða, þ.e. að ritun hennar fari fram með samþykki ættingja eða aðstandenda Halldórs Laxness.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert