Vantar fólk í vinnu í Bolungarvík

Bakkavík hf. í Bolungarvík hefur undanfarið auglýst eftir starfsfólki. Að sögn Agnars Ebeneserssonar, forstjóra Bakkavíkur, er um tuttugu til þrjátíu laus störf að ræða, bæði í rækjuvinnslu og almennri fiskvinnslu.

Þegar hefur verið ráðið í nokkur störf og útilokar hann ekki að Bakkavík þurfi að bæta við sig enn fleira fólki á næstunni. Ástæðuna segir hann vera aukningu í framleiðslunni.

Agnar segir að eingöngu Íslendingar hafi sótt um störfin, enda hafi fyrirtækið aðeins auglýst hér á landi en ekki erlendis.

Hann segist greina mun á atvinnuástandinu nú og frá því á sama tíma í fyrra. Nú sé erfiðara að fá fólk til starfa og það sé ef til vill merki þess að atvinnuástandið á landsbyggðinni hafi batnað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »