Dómur þyngdur yfir mönnum sem urðu manni að bana í Hafnarstræti

Hæstiréttur tvöfaldaði refsinguna sem mennirnir voru dæmdir í af héraðsdómi.l
Hæstiréttur tvöfaldaði refsinguna sem mennirnir voru dæmdir í af héraðsdómi.l mbl.is
Hæstiréttur þyngdi um helming í dag fangelsisrefsingu tveggja manna sem urðu manni að bana í Hafnarstræti í maí í fyrravor og annar þeirra slasaði tvo menn aðra með líkamsárásum í miðborginni rúmum mánuði fyrr. Fangelsisrefsing Baldurs Freys Einarssonar var þyngd úr þremur árum í sex og refsing Gunnars Friðriks Friðrikssonar úr tveimur árum í þrjú. Þótti Hæstarétti ekki annað fært með hliðsjón af alvarleika brota þeirra en að þyngja refsingu sem Héraðsdómur ákvað Baldri Frey og Gunnari Friðrik í maí sl.

Ríkissaksóknari skaut dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 31. maí sl. til Hæstaréttar og krafðist þyngingu refsingar en Baldur Freyr og Gunnar Friðrik kröfðust sýknu.

Hæstiréttur kemst hins vegar að þeirri niðurstöðu að Baldur Freyr og Gunnar Friðrik hafi valdið þeim alvarlegu áverkum sem ollu dauða manns sem þeir réðust á í Hafnarstræti að morgni laugardagsins 25. maí vorið 2002, en hann lést af völdum áverkanna 2. júní sama ár. Segir rétturinn þá bera fulla refsiábyrgð og þeim átti að vera ljóst að atlögur þeirra voru til þess fallnar að leiða til alvarlegs líkamstjóns.

Segir Hæstiréttur að þótt héraðsdómur hafi fallist á að fórnarlambið hafi átt einhvern þátt í upphafi átakanna væri þó ljóst af framburði vitna að tilefni árásar Baldurs Freys á manninn var smávægilegt. Eftir að Baldur Freyr hafði verið dreginn ofan af manninum kallaði hann til félaga sinna um að veitast að honum og sinnti Gunnar Friðrik því kalli. Eftir árásina forðuðu þeir sér ásamt félögum sínum burt án þess að skeyta um hvað af manninum unga yrði og létu aðra um að hlú að honum.

Baldur Freyr var sakfelldur fyrir þrjár alvarlegar líkamsárásir sem Hæstiréttur segir að mestu hafa verið tilefnislausar og sérlega hrottafengnar. Ætti hann sér ekki málsbætur.

Þótt þátttaka Gunnars Friðriks að manninum hafi verið takmörkuð segir Hæstiréttur hana hafa verið til þess fallna að hafa hörmulegar afleiðingar. Var fangelsisrefsing Baldurs Freys Einarssonar aukin úr þremur árum í sex og refsing Gunnars Friðriks Friðrikssonar úr tveimur árum í þrjú. Frá refsivist beggja dregst óslitið gæsluvarðhald þeirra frá 26. maí 2002.

Ber að borga 5,8 milljónir í bætur og verjendalaun

Fyrir brot sín þurfa Baldur Freyr og Gunnar Friðrik að borga í bætur, málsvarnarlaun og réttargæsluþóknun samtals 5,8 milljónir króna að frátöldum vöxtum og dráttarvöxtum frá því brotin voru framin fyrir hálfu öðru ári.

Þar af þarf Baldur Freyr að borga tveimur fórnarlömbum sínum í fyrstu árásunum tveimur samtals 864 þúsund auk vaxta og dráttarvaxta. Saman þurfa þeir að borga 2.358.950 krónur í bætur auk vaxta til foreldra mannsins sem þeir urðu að bana.

Alls þarf Gunnar Friðrik að borga 800 þúsund í málsvarnarlaun verjenda síns í héraði og fyrir Hæstarétti. Baldur Freyr þarf að borga 1.520 þúsund í réttargæsluþóknun lögmanna tveggja fyrstu fórnarlamba sinna og málsvarnarlaun verjanda sinna. Saman þurfa þeir að borga 250 þúsund króna þoknun réttargæslumanns foreldra hins látna.

mbl.is

Innlent »

Grunaður um að koma ekki til aðstoðar

16:20 Maðurinn sem var handtekinn vegna andláts ungrar konu á heimili sínu á Akureyri á sunnudagsmorgun er grunaður um að hafa ekki komið henni til aðstoðar. Meira »

Brotist inn í Apótek og lyfjum stolið

15:41 Í gær var brotist inn í Apótek Suðurnesja og þaðan stolið miklu magni lyfja. Aðallega var um að ræða ýmsar tegundir verkjalyfja og og annarra ávanabindandi lyfja og og er andvirði þess sem stolið var áætlað á fjórða hundrað þúsund krónur. Meira »

Hefur áhyggjur af þróun mála vestanhafs

15:17 „Menn hafa látið í sér heyra af minna tilefni,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, þingkona Viðreisnar, þar sem hún spurði utanríkisráðherra hvort hann hefði ekki áhyggjur af þróun mála í Bandaríkjunum. Ríkisstjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta íhugar að afmá skilgreiningu á transfólki. Meira »

Byrjað að rífa Kársnesskóla

15:07 Byrjað er að rífa Kársnesskóla við Skólagerði í Kópavogi. Húsnæðið sem var byggt 1957 var dæmt ónýtt vegna rakaskemmda og var rýmt af þeim sökum á síðasta ári. Síðan þá hafa verið unnar skemmdir á húsnæðinu ítrekað sem hefur skapað hættu fyrir börn að leik á svæðinu. Meira »

Var fjárfestingaleiðin misnotuð?

15:05 „Háar fjárhæðir hafa komið til landsins í gegnum fjárfestingarleið Seðlabankans og eigendur fengið þar verulegan gróða. Aðeins opinber rannsókn getur aflétt þeirri leynd sem yfir þeirri leið ríkir,“ sagði Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar á Alþingi. Meira »

Snýst um gjaldið en ekki gjaldtökuna

14:37 Fram kemur í yfirlýsingu frá Isavia að fyrirtækið muni una þeirri niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála að ekki skuli fella úr gildi bráðabirgðaákvörðun Samkeppniseftirlitsins um gjaldtöku á ytri hópbifreiðastæðum við Keflavíkurflugvöll, en samkvæmt ákvörðuninni, sem tekin var 17. júlí í sumar, var Isavia gert að stöðva gjaldtökuna. Meira »

Til bóta að takmarka persónuupplýsingar

14:07 Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands, telur fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um birtingu dóma og myndatökur í dómshúsum, vera til bóta. Hún telur jafnframt til bóta að verið sé að samræma reglur á dómsstigum. Meira »

Færri treysta þjóðkirkjunni

14:06 Traust til þjóðkirkjunnar minnkar talsvert á milli ára, en þriðjungur Íslendinga ber mikið traust til kirkjunnar samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup. Það er tíu prósentustigum lægra hlutfall en í fyrra. Meira »

Tvö herskip fengu á sig brotsjó

14:01 Tvö bandarísk herskip sem voru á leið til Noregs eftir heræfingu NATÓ hér á landi sneru við og héldu til hafnar á ný vegna slæms veðurs. Fengu þau á sig brotsjó og þarf annað skipanna að koma inn til viðgerða. Meira »

Vinna við veiðigjöldin verði fjármögnuð

12:51 Um tveir tugir umsagna hafa borist atvinnuveganefnd Alþingis um frumvarp sjávarútvegsráðherra um veiðigjald. Er þar um að ræða einstaklinga, félög og stofnanir og koma fram ýmis sjónarmið um efni frumvarpsins. Meira »

Íslendingar forðast ferðamannastaði

12:18 Rúmlega fimmtungur Íslendinga sagði fjölda erlendra ferðamanna á Íslandi hafa haft áhrif á ferðaáætlanir sínar sumarið 2018, en heldur dró úr meðalfjölda ferða íbúa höfuðborgarsvæðisins út fyrir búsetusvæði samanborið við fyrri kannanir Vegagerðarinnar. Meira »

Lét greipar sópa í fríhöfninni

11:58 Erlendur karlmaður var á föstudaginn staðinn að því að stela fjórtán kartonum af sígarettum úr fríhafnarverslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hann hafði keypt sér flugmiða til London en fór aldrei út úr flugstöðinni heldur lét greipar sópa í fríhöfninni og ætlaði síðan að yfirgefa hana. Meira »

Segir vellíðan ekki nást með valdboði

11:52 Fjölskylduábyrgð hefur tekið miklum breytingum síðustu ár og áratugi. Staðan er breytt frá því þegar karlmenn voru fyrirvinnur, sá tími er sem betur fer liðinn, en nú leitar fólk að jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Meira »

Leggja til friðlýsingu tveggja vatnasviða

11:41 Umhverfisstofnun hefur lagt fram til kynningar tillögur að friðlýsingu vatnasviða Jökulsár á Fjöllum í Þingeyjarsýslu og Markarfljóts í Rangárvallasýslu á grundvelli flokkunar svæðanna í verndarflokk verndar- og orkunýtingaráætlunar. Meira »

Vara við svikastarfsemi á Seltjarnarnesi

11:41 Lögreglan varar íbúa á Seltjarnarnesi við því að kaupa þjónustu manna sem hafa farið á milli húsa þar, og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu, og boðist til að spúla innkeyrslur, glugga eða þök gegn gjaldi. Meira »

Stærri skjálftinn reyndist 4,6 stig

10:58 Stærri skjálftinn sem varð í Bárðarbungu í nótt reyndist 4,6 stig að stærð en ekki 3,3 stig eins og áður hafði komið fram. Hinn skjálftinn sem var yfir þremur stigum og mældist 3,5 stig var hins vegar rétt mældur. Meira »

Slökkviliðið æfir í reykfylltu húsi

10:56 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið við æfingar í húsi sem stendur til að rífa við Lækjarfit í Garðabæ.  Meira »

17 ára á 161 km hraða

10:12 Lögreglan á Suðurnesjum hefur á síðustu dögum kært ellefu ökumenn fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók var sautján ára piltur og mældist bifreið hans á 161 km/klst. hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Meira »

Íslendingar alltaf að hugsa um vinnuna

09:16 Það skiptir miklu máli að við sköpum samfélag með jafnvægi milli heimilis og vinnustaðar, þar sem fólk getur lifað af launum sínum, sinnt fjölskyldu sinni og haft sín áhugamál. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á ráðstefnu um vellíðan á vinnustað á vegum Hagvangs í dag. Meira »
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
Til leigu
Falleg tveggja til þriggja herbergja íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýlishúsi í Hlíðun...
Perlur sem ekki þarf að strauja !!
Nýtt á Íslandi, perlur sem ekki þarf að strauja, einungis sprauta vatni á og þær...