Dómur þyngdur yfir mönnum sem urðu manni að bana í Hafnarstræti

Hæstiréttur tvöfaldaði refsinguna sem mennirnir voru dæmdir í af héraðsdómi.l
Hæstiréttur tvöfaldaði refsinguna sem mennirnir voru dæmdir í af héraðsdómi.l mbl.is
Hæstiréttur þyngdi um helming í dag fangelsisrefsingu tveggja manna sem urðu manni að bana í Hafnarstræti í maí í fyrravor og annar þeirra slasaði tvo menn aðra með líkamsárásum í miðborginni rúmum mánuði fyrr. Fangelsisrefsing Baldurs Freys Einarssonar var þyngd úr þremur árum í sex og refsing Gunnars Friðriks Friðrikssonar úr tveimur árum í þrjú. Þótti Hæstarétti ekki annað fært með hliðsjón af alvarleika brota þeirra en að þyngja refsingu sem Héraðsdómur ákvað Baldri Frey og Gunnari Friðrik í maí sl.

Ríkissaksóknari skaut dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 31. maí sl. til Hæstaréttar og krafðist þyngingu refsingar en Baldur Freyr og Gunnar Friðrik kröfðust sýknu.

Hæstiréttur kemst hins vegar að þeirri niðurstöðu að Baldur Freyr og Gunnar Friðrik hafi valdið þeim alvarlegu áverkum sem ollu dauða manns sem þeir réðust á í Hafnarstræti að morgni laugardagsins 25. maí vorið 2002, en hann lést af völdum áverkanna 2. júní sama ár. Segir rétturinn þá bera fulla refsiábyrgð og þeim átti að vera ljóst að atlögur þeirra voru til þess fallnar að leiða til alvarlegs líkamstjóns.

Segir Hæstiréttur að þótt héraðsdómur hafi fallist á að fórnarlambið hafi átt einhvern þátt í upphafi átakanna væri þó ljóst af framburði vitna að tilefni árásar Baldurs Freys á manninn var smávægilegt. Eftir að Baldur Freyr hafði verið dreginn ofan af manninum kallaði hann til félaga sinna um að veitast að honum og sinnti Gunnar Friðrik því kalli. Eftir árásina forðuðu þeir sér ásamt félögum sínum burt án þess að skeyta um hvað af manninum unga yrði og létu aðra um að hlú að honum.

Baldur Freyr var sakfelldur fyrir þrjár alvarlegar líkamsárásir sem Hæstiréttur segir að mestu hafa verið tilefnislausar og sérlega hrottafengnar. Ætti hann sér ekki málsbætur.

Þótt þátttaka Gunnars Friðriks að manninum hafi verið takmörkuð segir Hæstiréttur hana hafa verið til þess fallna að hafa hörmulegar afleiðingar. Var fangelsisrefsing Baldurs Freys Einarssonar aukin úr þremur árum í sex og refsing Gunnars Friðriks Friðrikssonar úr tveimur árum í þrjú. Frá refsivist beggja dregst óslitið gæsluvarðhald þeirra frá 26. maí 2002.

Ber að borga 5,8 milljónir í bætur og verjendalaun

Fyrir brot sín þurfa Baldur Freyr og Gunnar Friðrik að borga í bætur, málsvarnarlaun og réttargæsluþóknun samtals 5,8 milljónir króna að frátöldum vöxtum og dráttarvöxtum frá því brotin voru framin fyrir hálfu öðru ári.

Þar af þarf Baldur Freyr að borga tveimur fórnarlömbum sínum í fyrstu árásunum tveimur samtals 864 þúsund auk vaxta og dráttarvaxta. Saman þurfa þeir að borga 2.358.950 krónur í bætur auk vaxta til foreldra mannsins sem þeir urðu að bana.

Alls þarf Gunnar Friðrik að borga 800 þúsund í málsvarnarlaun verjenda síns í héraði og fyrir Hæstarétti. Baldur Freyr þarf að borga 1.520 þúsund í réttargæsluþóknun lögmanna tveggja fyrstu fórnarlamba sinna og málsvarnarlaun verjanda sinna. Saman þurfa þeir að borga 250 þúsund króna þoknun réttargæslumanns foreldra hins látna.

mbl.is

Innlent »

Góð stemning á Heima í Hafnarfirði

Í gær, 23:39 Góð og skemmtileg stemning myndaðist á tónlistarhátíðinni Heima en hún markar upphaf bæjarhátíðarinnar Bjartra daga í Hafnarfirði. Fjölskyldur opnuðu heimili sín í miðbæ Hafnarfjarðar en auk þess opnuðu Fríkirkjan og Bæjarbíó dyr sínar. Meira »

Með hníf á lofti og lét sig hverfa

Í gær, 23:28 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að heimili í Árbæ á áttunda tímanum í kvöld. Að sögn lögreglu var ósætti meðal heimilisfólks og eiginmaðurinn með hníf á lofti. Meira »

Bongóblíða á sumardaginn fyrsta

Í gær, 22:23 Rjómablíða verður um mest allt landið á morgun, sumardaginn fyrsta, ef spár ganga eftir. Samkvæmt þeim fer hitinn hæst í 17 gráður, á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi. Meira »

Stafræn Sturlungaöld

Í gær, 21:48 „Sturlungaöldin á Íslandi er sveipuð ævintýraljóma þó að hún hafi auðvitað einkennst af miklum átökum, ofbeldi og mannvígum,“ segir Áskell Heiðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri 1238 – Baráttan um Ísland. Meira »

Efling varar við nýrri starfsmannaleigu

Í gær, 21:24 Efling varar við nýstofnaðri starfsmannaleigu, Seiglu, og hvetur fólk til að eiga ekki viðskipti við hana. Þetta kemur fram í færslu á vef Eflingar þar sem fullyrt er að leigan sé á vegum starfsmannaleigunnar Manna í vinnu. Meira »

Sjávarútvegur gæti gert enn betur

Í gær, 20:30 Orkuskipti og notkun umhverfisvænni kælimiðla gætu hjálpað til að draga enn frekar úr losun íslensks sjávarútvegs á gróðurhúsalofttegundum. Meira »

Áhrif gjaldþrotsins ekki komin fram

Í gær, 20:18 Mjög erfitt er að spá fyrir um það hvernig sumarvertíðin verður hjá ferðaþjónustufyrirtækjum landsins. Afleiðingarnar af gjaldþroti WOW air komi ef til vill ekki að fullu fram fyrr en í haust. Þá er ekki hægt að segja að greinin hafi náð jafnvægi eftir þá dýfu sem fylgdi brotthvarfi flugfélagsins. Meira »

Alvarlegt vinnuslys í álveri Fjarðaáls

Í gær, 19:47 Alvarlegt vinnuslys varð í álveri Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði um klukkan tvö í dag þegar karlmaður féll fjóra metra á merktri gönguleið í skautsmiðju álversins. Meira »

Hækkanir ógn við hagsmuni neytenda

Í gær, 18:46 Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir furðu á ákvörðun fyrirtækja sem hafa gefið út að þau hyggist hækka vöruverð í kjölfar nýgerðra kjarasamninga. Neytendur muni ekki sætta sig við óábyrgar verðhækkanir. Meira »

Norðmaður og Dani duttu í lukkupottinn

Í gær, 18:14 Eng­inn var með all­ar töl­urn­ar rétt­ar í Vík­ingalottó­inu í kvöld en í pott­in­um voru rúm­ir 406 milljónir króna. Tveir hlutu ann­an vinn­ing og fengu í sinn hlut 30,9 milljónir króna. Vinningsmiðarnir voru keyptir í Danmörku og Noregi. Meira »

„Þetta er risastór dagur“

Í gær, 18:09 Í dag hefst Lenovo-deildin í rafíþróttum, fyrsta deild sinnar tegundar hér á landi. Mikil spenna er á meðal áhugafólks um tölvuleiki en hægt verður að fylgjast með keppni í beinni útsendingu. „Þetta er risastór dagur,“ segir formaður Rafíþróttasambandsins um tilefnið en mbl.is kom við í stúdíóinu. Meira »

Andlát: Jensína Andrésdóttir

Í gær, 17:53 Jensína Andrésdóttir, sem var elst allra Íslendinga, lést á skírdag, 18. apríl síðastliðinn, 109 ára og 159 daga gömul. Í janúar á þessu ári náði hún þeim áfanga að verða elst allra Íslend­inga sem hafa búið hér á landi. Meira »

Dæmdur fyrir alvarlega líkamsárás

Í gær, 17:38 Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í síðustu viku karlmann á fertugsaldri í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa slegið annan mann með glasi í höfuðið á skemmtistað. Meira »

Bergrún hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur

Í gær, 17:35 Bergrún Íris Sævarsdóttir hlaut Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur, sem afhent voru í fyrsta sinn í dag í Reykjavík, bókmenntaborg UNESCO. Verðlaunin eru veitt fyrir frumsamið handrit að barna- eða ungmennabók og voru veitt samhliða Barnabókaverðlauna Reykjavíkur í Höfða í dag. Meira »

Hildur, Guðni og Rán verðlaunuð

Í gær, 17:25 Hildur Knútsdóttir, Guðni Kolbeinsson og Rán Flygering hlutu Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar sem afhent voru af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. Meira »

„Fólk kemur til að hlusta“

Í gær, 16:17 „Það er mjög skemmtilegt að spila í svona nánu umhverfi, fólk er nálægt og það myndast persónuleg stemning. Fólk kemur líka til að hlusta en ekki til að drekka bjór eða tala í símann,“ segir tónlistarkonan Ragna Kjartansdóttir, betur þekkt undir listmannsnafninu Cell7, sem kemur fram á tónlistarhátíðinni Heima í Hafnarfirði í kvöld. Meira »

Reiknar ekki með frekari breytingum

Í gær, 16:16 Ekki er von á frekari breytingum hjá Airport Associates, sem veit­ir flugaf­greiðsluþjón­ustu á Kefla­vík­ur­flug­velli og m.a. þjón­ustaði WOW air. Meira »

Unnið að nýrri Plánetu-þáttaröð

Í gær, 16:10 Dvöl Sir David Attenborough hér á landi tengist upptökum á nýrri þáttaröð sem mun bera heitið One Planet, Seven Worlds, samkvæmt svari almannatengsladeildar breska ríkisútvarpsins við fyrirspurn mbl.is. Þættirnir verða teknir til sýninga á BBC One og verða sjö talsins. Meira »

Tók myndir af konu í sturtu

Í gær, 15:58 29 ára gamall karlmaður var í gær dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Vestfjarða, fyrir að taka tvær ljósmyndir af konu sem var í sturtu og særa með því blygðunarsemi hennar. Meira »
Varstu í bústað, ólykt eftir vetur, viltu eyða
Varstu í bústaðnum, var ólykt / fúkkalykt eftir veturinn, viltu eyða, hér er lau...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
Greinakurlari
Glussastýrður greinakurlari fyrir traktor, www.hardskafi.is Sími 896 5486...
KRISTALL LJÓSAKRÓNUR Glæsibær
Ný sending af glæsilegum kristalsljósakrónum, veggljósum, matarstellum, kristals...