Spurningum mínum ósvarað

"Mínumspurningum var ekkert svarað í þessu bréfi Rithöfundasambandins. Það virðist ætla að leiða málið hjá sér," segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor um efni svarbréfs við spurningum hans um lögmæti þess að takmarka aðgang að bréfasafni Halldórs Kiljans Laxness á Landsbókasafni Íslands - háskólabókasafni.

Eins og komið hefur fram vinnur Hannes að ritun ævisögu Halldórs og hefur meðal annars lesið bréfasafn skáldsins sem geymt er á Landsbókasafninu. Bréfin hafa verið aðgengileg fyrir gesti og fræðimenn í sjö ár eða frá því að Auður Laxness, ekkja Halldórs, afhenti þau til varðveislu á degi íslenskrar tungu árið 1996.

Í september óskaði Auður hins vegar eftir því að aðgangur að bréfasafninu yrði takmarkaður við tvo einstaklinga. Hannesi og aðrir gestir geta því ekki lesið bréfin og deilt er um hvort vitna megi í þau án leyfis þeirra sem fara með höfundaréttinn.

Óskaði eftir aðstoð

Í byrjun vikunnar sendi Hannes því Rithöfundasambandi Íslands bréf og óskaði eftir lögfræðiaðstoð vegna þessa máls. Lagði hann fram átta spurningar, þar á meðal hvort heimild væri í lögum fyrir Landsbókasafn að takmarka aðgang að bréfasafninu með þessum hætti og framfylgja þannig ósk Auðar og annarra aðstandenda skáldsins.

Hannes telur að þessum spurningum sé enn ósvarað en vill að öðru leyti ekki tjá sig um svar Rithöfundasambandsins. Hann sé að undirbúa fyrsta bindi ævisögunnar til prentunar og hafi ekki tekið ákvörðun um framhald málsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert