Bensínlítrinn á 37 krónur kl. 14-15 í dag

Ný þjónustustöð Esso í Mosfellsbæ verður formlega opnuð klukkan 13 í dag og af því tilefni verður bensínlítrinn seldur án 62% skatts eða á 37 krónur milli klukkan 14 og 15 í dag en annars verður veittur sjö króna afsláttur í sjálfsafgreiðslu um helgina. Rangt var farið með tímann í Morgunblaðinu í dag.

Þjónustustöðin er í Háholti 11 á mótum Vesturlandsvegar og Þverholts og er sú 15. í röðinni á höfuðborgarsvæðinu en félagið rekur um 100 stöðvar víðs vegar um landið.

mbl.is