Lögregla rannsakar líkfund í Neskaupstað

Lögreglan hefur lokað af svæðið þar sem líkið fannst.
Lögreglan hefur lokað af svæðið þar sem líkið fannst. mbl.is/Kristín Ágústsdóttir

Lík fannst í sjónum við bryggjuna í Neskaupstað í morgun. Lögregla í Neskaupstað staðfesti þetta við Fréttavef Morgunblaðsins. Kafari fann líkið af tilviljun í sjónum rétt við bryggjuna. Ekki hafa enn verið borin kennsl á það. Lögreglan vill ekki greina frekar frá málsatvikum að svo stöddu en aðstæður þóttu þess eðlis að óskað var eftir aðstoð lögreglunnar í Reykjavík til að rannsaka málið. Verða tveir lögreglumenn verða sendir frá Reykjavík til Neskaupstaðar.

Að sögn Sigurbjörns Víðis Eggertssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns, verða tveir tæknimenn frá lögreglunni í Reykjavík sendir austur með flugi kl. 18 til að rannsaka vettvanginn, og eru þeir nú að búast til brottfarar.

mbl.is