Minnkandi stuðningur við umhverfisvernd

Stuðningur almennings við umhverfisvernd minnkar ef tekið er mið af nýrri rannsókn á afstöðu Íslendinga til umhverfis- og þróunarmála. „Þetta er óneitanlega sláandi niðurstaða,“ segir Þorvarður Árnason, verkefnisstjóri hjá Siðfræðistofnun HÍ.

Þorvarður segir umhverfishygð Íslendinga, sem er almennur stuðningur við umhverfisvernd, mælast nú minni en áður hafði komið fram í könnunum allt frá 1990. Möguleg skýring sé m.a. talin felast í ótta við atvinnuleysi vorið 2003 þegar viðhorfskönnunin var gerð og undirritun samninga um álver í Reyðarfirði.

Viðhorfskönnunin var póstlistakönnun sem er hluti af viðamikilli rannsókn á sjálfbærri þróun í íslensku samfélagi.

Í kafla um þróunarmál í rannsókninni kemur fram að þróunaraðstoð nýtur víðtæks stuðnings landsmanna. „Helmingur þjóðarinnar er reiðubúinn til að taka á sig 1% skattahækkun til að aðstoða fátækt fólk í þróun arlöndunum,“ segir Þorvarður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert