Bentu á grjóthrunshættu viku áður en banaslys varð í gljúfrinu

Kárahnjúkavirkjun | Viku áður en banaslys varð í Kárahnjúkavirkjun, í gljúfrinu undir Fremri-Kárahnjúk, höfðu eftirlitsaðilar Landsvirkjunar sent Impregilo og undirverktökum þeirra skriflega athugasemd um þá hættu sem stafaði af grjóthruni úr fjallinu.

Þá segist öryggistrúnaðarmaður Arnarfells, Árni Kristjánsson, margoft hafa kvartað við öryggisfulltrúa bæði Landsvirkjunar og Impregilo um hrunhættu í gljúfrinu áður en banaslysið varð. Það var einmitt starfsmaður hjá Arnarfelli, undirverktaka Impregilo, sem lét lífið við það að bjarg hrundi á hann.

VIJV ber ábyrgð á öryggi

Páll Ólafsson, formaður öryggisráðs Landsvirkjunar, VIJV við Kárahnjúkavirkjun, sagði í samtali við Morgunblaðið að öryggisráðið bæri ábyrgð á að öryggisráðstöfunum sem krafist er í íslenskum lögum og reglum varðandi hollustuhætti, aðbúnað og öryggi starfsmanna sé framfylgt af verktökunum. VIJV er skammstöfun úr þjóðarheitum þeirra sjö verkfræðifyrirtækja sem standa að framkvæmdaeftirliti í Kárahnjúkavirkjun.

"Hvort sem það er Impregilo, Arnarfell eða Suðurverk sem er að koma hér til starfa," sagði Páll.

"Þetta er rétt hjá manninum (öryggisfulltrúa Arnarfells, innsk.blm.) að það var öllum ljóst að þarna var hætta á ferðum, sérstaklega eftir þennan langa hlákukafla. Þá fór að bera á grjóthruni og það má segja að það hefði átt að vera búið að grípa til öryggisráðstafanakannski heldur fyrr en gert var. En allt er þetta vinna sem tekur sinn tíma, bæði áhættugreiningin, að koma með varnaraðgerðir, útvega búnað og svo framvegis. Þær aðgerðir sem nú eru í gangi miðast að því að tryggja öryggi manna og þetta eru miklar öryggisráðstafanir. Það eru settar öryggisgirðingar á gilbarmana, net til að tryggja hrun úr bökkunum og byggðar girðingar og varnargarðar uppi í hlíðinni fyrir ofan, sérstaklega á hægri bakkanum. Allt tekur þetta tíma og það má kannski segja að fljótar hefði þurft að bregðast við um leið og fór að bera á hruni."

Byrjað á varnaraðgerðum

Að sögn Páls er VIJV nú að yfirfara tillögur Impregilo að áhættumati og telji öryggisráðið þær fullnægjandi verður ráðist í framkvæmd varnaraðgerða. Fyrr en þeim er lokið verður vinna ekki leyfð í gljúfrinu að tilskipan Vinnueftirlits ríkisins.

Vinna við öryggisaðgerðirnar er raunar þegar hafin og var einmitt verið að vinna nýjan sneiðing til að komast að uppsetningu girðinga og neta þegar 50 tonna beltagrafan rann niður á gljúfurbarminn í vikunni. Þess má og geta að tvær öryggisgirðingar vegna grjóthruns eru ofarlega í Fremri-Kárahnjúk og hafa verið þar frá því í fyrrasumar.

Innlent »

Reynt að minnka framúrkeyrslu í S-Mjódd

08:35 Heildarkostnaður við uppbyggingu íþróttamannvirkja á svæði ÍR í Suður-Mjódd er að óbreyttu áætlaður um 2.333 milljónir króna á verðlagi í október 2018. Er það hækkun kostnaðaráætlunar upp á 314 milljónir króna. Meira »

ÍAV lægstir í breikkun Suðurlandsvegar

07:57 Íslenskir aðalverktakar eiga lægsta tilboð í fyrsta áfanga breikkunar og lagningu nýs Suðurlandsvegar á milli Hveragerðis og Selfoss. Tilboð fyrirtækisins hljóðar upp á 1.361 milljón kr. sem er 111 milljónum kr. yfir áætlun Vegagerðarinnar. Tilboðið var tæplega 9% yfir áætlun. Meira »

Guðni stefnir á flug milli lands og Eyja

07:37 Sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur lagt til breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins til að hægt sé að koma upp flugbraut á bænum Guðnastöðum í Landeyjum. Tillaga þessi er í umsagnarferli fram að jólum. Meira »

Slydda og snjókoma á morgun

07:03 Spáð er austan- og norðaustangolu eða -kalda í dag. Víða verður dálítil rigning eða slydda en þurrt að kalla vestanlands. Hiti 0 til 5 stig. Meira »

Olli slysi í vímu

05:49 Ökumaður sem var undir áhrifum vímuefna ók yfir á rauðu ljósi á Höfðabakkabrú í nótt með þeim afleiðingum að hann lenti í árekstri við aðra bifreið. Báðir ökumennirnir voru fluttir á Landspítalann til aðhlynningar eftir slysið. Meira »

Byggingarréttargjald þungur baggi

05:30 „Mér finnst þetta í raun vera ákall til borgarinnar. Það er hins vegar ekki brugðist við því, gefið í skyn að þetta sé villandi og ég fæ ekki betur séð en að þessu bréfi sé enn ósvarað,“ segir Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, við Morgunblaðið. Meira »

Franskur ferðarisi umsvifamikill í Leifsstöð

05:30 Lagardère Travel Retail er stærsti veitingastaður landsins á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki.  Meira »

Fleiri erlendir ríkisborgarar við vinnu

05:30 Atvinnulausum fjölgaði um 769 í október, miðað við sama mánuð á síðasta ári. Á sama tíma fjölgar atvinnuleyfum sem Vinnumálastofnun veitir erlendum ríkisborgurum. Meira »

Birta samninginn við Arion banka

05:30 Stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins hefur ákveðið að birta í heild sinni á vef sjóðsins samning við Arion banka um rekstur og eignastýringu. Meira »

Vissu ekki af kæru Seðlabankans í 3 ár

05:30 Eftir að hafa verið í rannsókn hjá Seðlabankanum kærði bankinn framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar og stjórn fyrirtækisins til embættis Ríkislögreglustjóra árið 2011. Fyrirtækið vissi hins vegar ekki af kærunni í þrjú ár. Meira »

Mikil fjölgun dauðsfalla ungra

05:30 „Það er erfitt að horfa upp á þessa aukningu,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, en dauðsföllum hjá yngri sjúklingum hefur fjölgað mikið síðustu misseri. Meira »

Borga fyrst, borða svo

05:30 Jólahlaðborð byrja á veitingahúsunum VOX og Satt um næstu helgi og helgina þar á eftir koma jólamatseðlar á veitingahúsunum Geira Smart og Slippbarnum. Meira »

Vilja hafna þriðja orkupakka ESB

Í gær, 23:06 Kjördæmisþing framsóknarmanna í Reykjavík telur að ástæða sé til að að hafna þriðja orkupakka ESB og að leita þurfi allra leiða til að verja íslenskan landbúnað fyrir hættum sem stafa af óheftum innflutningi. Meira »

Hringsólaði í klukkutíma

Í gær, 21:53 Farþegaþotu Icelandair sem var á leiðinni til San Francisco í Bandaríkjum var snúið við skömmu eftir að hún tók á loft frá Keflavíkurflugvelli síðdegis vegna bilunar í hreyfli. Meira »

Opna nýjan sjávarklasa í Seattle

Í gær, 21:45 Nýr systurklasi Sjávarklasans verður formlega stofnaður í húsakynnum Marel í Seattle á morgun. Í forsvari fyrir klasann verður Lára Hrönn Pétursdóttir sjávarútvegsfræðingur sem hefur meðal annars gegnt störfum skipstjóra, stýrimanns og háseta. Meira »

Milljónir séð auglýsingu fyrir au-pair

Í gær, 21:37 María og Jesper eru búsett á Eskifirði og eiga sex ára tvíbura. Þau hafa tvisvar verið með au-pair, en eftir að hafa auglýst eftir danskri au-pair á Facebook hefur þeim borist á sjöunda tug umsókna og hefur auglýsingunni verið deilt yfir 7.500 sinnum. Meira »

Fjórir skiptu með sér 45 milljónum

Í gær, 20:43 Fjórir heppnir miðaeigendur skiptu með sér 45 milljóna króna fyrsta vinningi í nóvemberútdrætti Happdrættis Háskólans en dregið var í kvöld. Meira »

20% fjölgun fólks á biðlistum

Í gær, 20:31 Biðlistar eftir hjúkrunarrýmum hafa lengst og í september biðu að meðaltali 411 einstaklingar eftir slíkum rýmum. Í september í fyrra biðu að meðaltali 342 og nemur fjölgunin á landsvísu 20%. Meira »

Orðlaus yfir tillögu fjárlaganefndar

Í gær, 20:22 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segist vera orðlaus yfir tillögu meirihluta fjárlaganefndar Alþingis um að lækka framlög til öryrkja um 1.100 milljónir króna í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Meira »
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
Fullbúin íbúð til leigu til áramóta !
Íbúðin er 3ja herb. í Norðlingaholti á efstu hæð með lyftu. leigist með húsgö...
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
Hljómsveit A Kröyer
Hljómsveit A. KRÖYER Duett, trío, fyrir dansleiki, árshátíðir,þorrablót einkasam...