Spáir Kötlugosi innan fimm ára

Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur og forstöðumaður á Norrænu eldfjallastöðinni, spáir því að Katla muni gjósa eftir 2-3 ár eða í mesta lagi eftir 5 ár. Hann segir þrjú merki benda til þess að Kötlugos verði á næstu árum.

"Viðvarandi landris, aukin jarðskjálftavirkni og aukinn jarðhiti á undanförnum árum. Þessi þrjú merki hafa verið viðvarandi frá árinu 1999 og það virðist ekki draga neitt úr atburðarásinni. Þess vegna tel ég að fjallið sé komið að þeim mörkum að það bresti á allra næstu árum," segir Freysteinn í samtali við Morgunblaðið. Hann segir að þegar aukin skjálftavirkni og landris fari saman bendi það til þess að fjallið sé orðið óstöðugt. "Það er túlkunaratriði hvað við teljum tímann fram að næsta gosi vera langan. Ástæðan fyrir óvissunni er sú að við vitum ekki hvað fjallið þarf að þenjast mikið út áður en að eldgos verður. Mín skoðun er sú að Kötlugos verði líkast til innan tveggja, þriggja ára og mjög líklega innan fimm ára," segir Freysteinn.

Síðasta stóra Kötlugos var árið 1918. Svæðið hefur verið meira vaktað vegna óróa að undanförnu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka