Undirbúa málsókn gegn Hannesi Hólmsteini

Afkomendur Halldórs Kiljan Laxness undirbúa málsókn gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni vegna vinnubragða hans við ritun bókar hans um skáldið. Afkomendurnir hafa einnig ákveðið að vísa málinu til siðanefndar Háskóla Íslands og óska eftir að siðanefndin fjalli um vinnubrögð Hannesar við ritun bókarinnar og kveði upp úr um hvort Háskólinn fallist á þessi vinnubrögð.

Greinargerð unnin fyrir afkomendur Halldórs Laxness

Guðný Halldórsdóttir, dóttir Halldórs Laxness, staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið í gær. Guðný segir ljóst að um mikinn ritstuld sé að ræða, höfundarlög gildi í landinu og vilja þau láta á það reyna hvort löglegt sé að stela upp úr verkum annarra eins og gert sé í bók Hannesar.

Helga Kress, prófessor við Háskóla Íslands, hefur unnið rúmlega 200 blaðsíðna greinargerð um bók Hannesar og gert samanburð á texta hennar við verk Halldórs og fjölmargra annarra höfunda.

Að sögn Guðnýjar vann Helga skýrsluna m.a. fyrir afkomendur Halldórs Laxness.

Segir hún að eftir að hafa lesið greinargerð Helgu hafi sér orðið ljóst að Hannes taki ekki eingöngu texta upp úr verkum Halldórs Laxness og geri að sínum, heldur einnig frá hinum ýmsu höfundum, m.a. Thor Vilhjálmssyni, Stefan Zweig, Helgu Kress, öldruðum munki og taki mikið efni úr verkum Peters Hallbergs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert