Ríkisábyrgð til ÍE: Málið snerist ekki um bið eftir gögnum frá Íslandi

Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, segir að samskipti milli íslenska ríkisins og Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) varðandi rannsókn á lögum um ríkisábyrgð til Íslenskrar erfðagreiningar hafi ekki snúist um bið eftir tilteknum upplýsingum og það skýri ekki hvers vegna rannsókn málsins dróst.

"Það er ekki eins og það hafi verið beðið allan þennan tíma eftir einhverjum upplýsingum eða svörum íslenskra stjórnvalda, heldur var málið upphaflega lagt fyrir ESA sem óskaði eftir viðbótaraupplýsingum sem látnar voru ESA í té," sagði Baldur í gærkvöldi.

"Síðan var óskað eftir enn frekari upplýsingum og þannig hefur þetta gengið í nokkurn tíma. Á köflum var beðið um ítarlegar upplýsingar sem þurfti að fá hjá Íslenskri erfðagreiningu. Það er því ekki eins og ESA hafi beðið eftir einu svari, heldur hafa svör við einni fyrirspurn vakið nýjar spurningar af þeirra hálfu.

Fyrir um ári komst ESA að þeirri niðurstöðu að svo mikill efi væri í málinu varðandi það hvort ríkisábyrgð samræmdist reglum EES, að ESA þyrfti að fara með málið í formlega rannsókn og í því ferli hefur málið verið síðan," sagði Baldur.

"Þá er utanaðkomandi aðilum gefinn kostur á að senda inn athugasemdir en hluti þess felst í að birta upplýsingar um málið í stjórnartíðindum Evrópusambandsins og bara biðin eftir birtingu í stjórnartíðindum skipti mánuðum," sagði hann.

ESA heldur áfram rannsókn málsins

Ekki er unnt að fella niður opinbera rannsókn ESA á 200 milljóna dala ríkisábyrgð til Íslenskrar erfðagreiningar "vegna þess einfaldlega" að forstjóri ÍE afþakki hana í fjölmiðlum, að sögn Amund Utne, framkvæmdastjóra samkeppnis- og ríkisstyrkja hjá ESA. Formleg tilkynning verði að berast frá íslenskum stjórnvöldum og rannsókn haldi því áfram. Hann hafnar því að afgreiðsla málsins hafi dregist hjá ESA.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert