Össur Skarphéðinsson: vill rannsókn á tildrögum stuðnings við Íraksstríð

Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að tími sé kominn til að fram fari hlutlaus rannsókn á því ferli, sem leiddi til þeirrar ákvörðunar utanríkisráðherra og forsætisráðherra "að setja Ísland á lista hinna sjálfviljugu þjóða sem studdu innrásina í Írak", eins og hann orðaði það á opnum landsmálafundi flokksins á Egilsstöðum.

Mun hafa forgöngu um rannsókn

"Við í Samfylkingunni munum hafa forgöngu um það meðal stjórnarandstöðunnar, með hvaða hætti verður lagt til við Alþingi Íslendinga að þessi rannsókn verði tekin upp. Það er hægt að gera það með tvennum hætti. Annars vegar með því að utanríkismálanefnd þingsins taki að sér að kanna þetta og kalli fyrir sig þá ráðamenn íslenska sem myndi þá bera skylda til að greina nefndinni frá tildrögum þessa máls. Hins vegar gætum við nýtt okkur ákvæði stjórnarskrárinnar til þess að setja upp sjálfstæða rannsóknarnefnd. Íslenskir ráðamenn verða að gera þetta mál upp og greina íslensku þjóðinni frá því með hvaða hætti hún var tengd inn í þennan hildarleik."

Össur sagði að engin sjálfstæð rannsókn hefði farið fram á því af hálfu íslenskra ráðamanna hvað hafi verið á bak við staðhæfingar um gereyðingarvopn í Írak.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »