Yfir 90% ellefu ára barna með þágufallssýki

Þágufallssýki eða þágufallshneigð meðal íslenskra barna hefur aukist á síðustu tveimur áratugum. Næstum öll ellefu ára börn á landinu hafa einhverja þágufallssýki, eða yfir 90%. Þágufallssýki er fátíðari á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Algengust er hún á Austfjörðum.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í grein í nýjasta hefti tímaritsins Íslenskt mál en í henni eru birtar niðurstöður könnunar sem gerð var haustið 2001 meðal rúmlega 900 ellefu ára barna um allt land.

Höfundar greinarinnar telja skýringuna á því að þágufallssýki, sem þeir kjósa að kalla þágufallshneigð, sé minnst á höfuðborgarsvæðinu vera meiri menntun en annars staðar á landinu. Þá leiða niðurstöðurnar í ljós að menntun móður skiptir máli.

"Ég hlakka til" vandasamt

Könnunin leiðir í ljós að einungis 14,9% ellefu ára barna segja réttilega "ég hlakka til", þ.e. nota nefnifall með sögninni að hlakka. Alls nota 41,4% ellefu ára barna þolfall með sögninni og segja "mig hlakkar til". Enn fleiri, eða 43,2%, nota þágufall og segja "mér hlakkar til".

Að sögn Þórhalls Eyþórssonar, sem gerði könnunina ásamt Jóhannesi Gísla Jónssyni, þarf að leggja til atlögu við þágufallshneigð hjá börnum strax á máltökualdri, sé vilji til þess að koma í veg fyrir hana.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »