Ögmundur Jónasson: Forsætisráðherra hafnar óskum um samráð

Fréttamenn ræða við Ögmund Jónasson eftir fundinn í stjórnarráðinu.
Fréttamenn ræða við Ögmund Jónasson eftir fundinn í stjórnarráðinu. mbl.is/Þök

Ögmundur Jónasson, formaður þingflokks Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, segir að forsætisráðherra hafi með því að slíta fundi stjórnar og stjórnarandstöðu hafnað óskum stjórnarandstöðunnar um samráð allra stjórnmálaflokka um ákvarðanir, sem tengist fyrirhuguðum kosningum.

„Mér finnst það vera áhyggjuefni,“ segir hann, „og sýna ábyrgðarleysi að leita ekki eftir breiðri samstöðu um þetta mál. Ég fæ ekki betur séð en að menn séu að setja hér alla okkar stjórnskipan í fullkomið uppnám.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert