Bessastaðahreppur heyrir sögunni til

Bessastaðahreppur heyrir nú sögunni til en nafni hans var breytt í Sveitarfélagið Álftanes fimmtudaginn 17.júní síðastliðinn. Þá lauk síðasta fundi hreppsnefndar Bessastaðahrepps og fyrsta fundi bæjarstjórnar Álftaness, segir á heimasíðu Sveitarfélag Álftanes.

Þar segir enn fremur að Gunnar Valur Gíslason, bæjarstjóri Álftaness, sveitarstjóri hafi lesið upp upp bréf frá félagsmálaráðuneyti, þar sem tilkynnt var „að félagsmálaráðuneytið staðfesti samþykkt um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins Álftaness“ og að „ráðuneytið staðfesti breytingu á nafni sveitarfélagsins í Sveitarfélagið Álftanes.”

Þá var Guðmundur G. Gunnarsson kjörinn forseti bæjarstjórnar til eins árs og Snorri Finnlaugsson varaforseti bæjarstjórnar til eins árs.

mbl.is