Fáskrúðsfjarðargöng langt á veg komin

Fáskrúðsfjarðargöng.
Fáskrúðsfjarðargöng.

Veggöng milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar eru langt á veg komin, en þau voru orðin tæplega fimm km löng um miðjan júní. Heildarlengd ganganna verður 5,9 km löng og 7,6 m breið í gólfhæð ásamt nýjum 14,4 km löngum tengivegi. Gert er ráð fyrir að þau kosti í kringum 3,8 milljarða króna.

Göngin munu stytta vegalengdina milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar úr 50 km í 19 km. Tugir starfsmanna hafa unnið við göngin frá því að vinna hófst við þau í apríl í fyrra. Upphaflega var gert ráð fyrir að þau yrðu tekin í notkun næsta haust.

mbl.is