Skipulagsstofnun fellst á 1.400 tonna þorskeldi Eskju

Skipulagsstofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að fyrirhugað 1.400 tonna þorskeldi Eskju í Eskifirði og Reyðarfirði sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum og fellst á áformin. Kemur þetta fram í greinargerð sem stofnunin hefur látið Eskju í té.

Frá þessu segir á heimasíðu Eskju en þar segir að niðurstaðan sé stór áfangi fyrir þorskeldi félagsins því nú geti fyrirtækið hafist handa við uppbyggingu eldis á framtíðarsvæði þess. Næstu skref séu að sækja um starfsleyfi til Umhverfisstofnunar og síðan um rekstrarleyfi til Fiskistofu.

Heimasíða Eskju

mbl.is