Ekki ákvæði um 75% lágmarksþátttöku í þjóðaratkvæðagreiðslu

Ekki lagt til að ákvæði verði um 75% lágmarksþátttöku í þjóðaratkvæðinu um fjölmiðlalögin, að því er fram kom í kvöldfréttum RÚV, en þar sagði að starfshópur, sem ríkisstjórnin fól að fjalla um tilhögun þjóðaratkvæðagreiðslunnar, hafi skilað forsætisráðherra lokaskýrslu í gær.

Í fréttum RÚV sagði að fjallað hafi verið um skýrsluna á ríkisstjórnarfundi í morgun og til standi að kynna innihald hennar eftir helgi á blaðamannafundi.

Hermt var að ekki væru lagðar fram beinar tillögur um tilhögun þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Ýmsar leiðir viðraðar sem ríkisstjórnin muni leggja til grundvallar þegar kemur að því að semja frumvarp um þjóðaratkvæðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert