Davíð og Halldór hafa náð samkomulagi

Ríkisstjórnarfundur hófst núna klukkan 18 þar sem afgreiða átti frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna frumvarps um eignarhald á fjölmiðlum. Haft var eftir Davíð Oddssyni forsætisráðherra að þeir Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra hefðu náð samkomulagi um frumvarpið í gærkvöldi og komist að „óvenju snjallri lausn.“

Þingflokkar stjórnarflokkanna hafa verið boðaðir til fundar klukkan 19 til að fjalla um frumvarpið.

mbl.is