Banaslys í Mosfellsbæ

Banaslys varð á Vesturlandsvegi við Varmá í Mosfellsbæ laust eftir miðnætti í nótt, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Reykjavík. Karlmaður um tvítugt ók bíl sínum út af veginum og valt bíllinn við útafaksturinn, en ökumaður var einn í bílnum. Hann var fluttur á slysadeild Landspítala háskólasjúkrahúss í Fossovogi og úrskurðaður látinn skömmu síðar. Ekki er vitað um tildrög slyssins en málið er í rannsókn lögreglu.

mbl.is