Deilt á forystu Framsóknar

Alfreð Þorsteinsson og Jónína Bjartmarz á fundir Framsóknarfélags Reykavíkur suður.
Alfreð Þorsteinsson og Jónína Bjartmarz á fundir Framsóknarfélags Reykavíkur suður. mbl.is/Þorkell

Hörð gagnrýni kom fram á forystu Framsóknarflokksins á opnum félagsfundi Framsóknarfélags Reykjavíkur suður um stöðu mála vegna fjölmiðlafrumvarps í gærkvöld og var greinilegt að sumum þótti forysta flokksins hafa brugðist í málinu.

Bent var á að Framsóknarflokkurinn hefði ævinlega verið flokkur sátta og málamiðlana en það væri hann ekki í þessu máli.

"Ég lýsi yfir vonbrigðum, gríðarlegum vonbrigðum, með það að forysta flokksins virðist af einhverjum ástæðum ekki vera að tala við sömu þjóð og ég. [-] Ég vil að þjóðin fái að segja hvað henni finnst um þessi lög sem upphaflega voru sett. Ég vil að okkar flokkur taki því bara eins og menn ef það er fellt og taki þá á því máli í samstarfi við stjórnarandstöðuna," sagði Brynhildur Bergþórsdóttir, varaformaður Framsóknarfélags Reykjavíkur suður. Jónína Bjartmarz, eini þingmaður Framsóknarflokksins sem sat fundinn, sagði að vegna vinnu sinnar í allsherjarnefndar hefði hún ákveðið að gefa ekki yfirlýsingar um málið. "En ég hef þó sagt svo mikið, af því mér blöskraði ákveðin yfirlýsingagleði, að ég lærði sama stjórnskipunarétt og Eiríkur Tómasson. Eiríkur Tómasson kenndi mér stjórnskipunarréttinn og ég lærði Ólaf Jóhannesson, fyrrverandi forsætisráðherra, prófessor og formann Framsóknarflokksins, og ég minnist þess aldrei frá því ég lærði þennan stjórnskipunarrétt að nokkur hafi nokkurn tímann dregið nokkuð í efa sem í þeirri bók segir." Þá sagði Jónína það hafa vakið athygli sína þegar Eiríkur kom á fund allsherjarnefndar, og fleiri hafi raunar haft orð á þeirri reglu, þ.e. þeirri viðurkenndu lögskýringarleið í stjórnskipunarrétti að leita skuli þeirra leiða, skýringa og lausna sem stuðla að friði og sátt í samfélaginu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert