Fjölmiðlalögin komin til forsætisráðuneytisins

Lagafrumvarp um eignarhald á fjölmiðlum er komið til forsætisráðuneytisins en Kristján Andri Stefánsson, deildarstjóri í ráðuneytinu, segist ekkert geta sagt til um það hvenær frumvarpið verði sent forseta til staðfestingar. Frumvarpið barst ráðuneytinu á föstudag. Með lögunum voru afnumin önnur fjölmiðlalög sem Alþingi samþykkti í vor en forseti synjaði staðfestingar.

mbl.is