20.204 áhorfendur á landsleik Íslands og Ítalíu

Auddi og Sveppi hituðu fólk upp fyrir landsleikinn í Fjölskyldu- …
Auddi og Sveppi hituðu fólk upp fyrir landsleikinn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í dag. Metaðsókn er að leiknum en 20.204 miðar seldust. mbl.is/Árni Torfason

Nýtt aðsóknarmet hefur verið sett á Laugardalsvelli en 20.204 miðar seldust á landsleik Íslands og Ítalíu, sem hófst fyrir nokkrum mínútum. Mikil og góð stemning er á leikvanginum og leikur veðrið við bæði áhorfendur og leikmenn, sól og blíða.

mbl.is