Jón Steinar sækir um embætti hæstaréttardómara

Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður sækist eftir embætti hæstaréttardómara, en dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur auglýst embætti dómara laust til umsóknar. Í samtali við Morgunblaðið staðfesti Jón áhuga sinn á embættinu, og að hann hafi þegar skilað inn umsókn sinni. Umsóknarfrestur er til 27. ágúst nk.

Pétur Kr. Hafstein hefur ákveðið að hætta störfum við Hæstarétt þann 1. október nk. en þá verða 13 ár frá því hann hóf þar störf. Í auglýsingu ráðuneytisins segir að við veitingu embættisins skuli jafnrétti kynjanna haft í heiðri og að umsóknir þar sem óskað sé nafnleyndar verði ekki teknar gildar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »