Clintonhjónin í heimsókn á Bessastöðum

Bill og Hillary Clinton ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni og Dorrit …
Bill og Hillary Clinton ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni og Dorrit Moussiaeff á Bessastöðum nú síðdegis. mbl.is/ÞÖK

Hjónin Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, og Hillary Clinton, öldungadeildarþingmaður, komu til Bessastaða um klukkan 16:40 í dag í heimsókn til Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands og Dorrit Moussaieff, konu hans. Gert var ráð fyrir því að fundur þeirra stæði í rúman hálftíma. Á eftir munu Clintonhjónin ræða við Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, og halda síðan af landi brott áleiðis til Írlands í kvöld.

mbl.is