Gáfu Halldóri góð ráð í varnarviðræðum

Halldór Ásgrímsson og Sigurjóna Sigurðardóttir ásamt Bill og Hillary Clinton …
Halldór Ásgrímsson og Sigurjóna Sigurðardóttir ásamt Bill og Hillary Clinton á tröppum Ráðherrabústaðarins í kvöld.

Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að heimsókn Clinton-hjónanna og bandarísku þingnefndarinnar hafi mjög mikið gildi. „Ég tel að það sé mjög mikið. Þetta er mjög gott fólk sem hefur öðlast skilning á Íslandi, okkar málefnum. Við höfum haft tækifæri til að ræða varnarsamstarfið lítillega en sérstaklega vináttu þjóðanna og mikilvægi samstarfs Íslands og Bandaríkjanna í gegnum komandi tíma," sagði hann að loknum fundi með Clinton-hjónunum í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu.

Eftir fundinn, sem stóð í um 45 mínútur, var Halldór spurður um hvað helst hafi borið á góma. „Við ræddum um samskipti landanna og sérstaklega um orkumálin sem þau voru mjög áhugasöm um. Hann bauð okkur að senda Íslending til að vera með ráðstefnu sem hann verður með á sínum vegum, væntanlega í haust, og við munum verða í sambandi um þau mál," sagði Halldór. Þá hafi mikið verið rætt um Afríku og þróunarhjálp Íslendinga þar en Clinton hafi unnið mikið starf í álfunni.

Spurður um hvort hjónin hafi lýst skoðunum sínum á umræðum um varnarsamstarf ríkjanna sagði Halldór að þau hafi gefið sér góð ráð. "Ætli ég geymi þau ekki eitthvað fyrir mig til að byrja með," sagði hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert