Krónprinsessa í Latabæ

mbl.is/Ómar

Íþróttaálfurinn lék listir sínar fyrir sænsku krónprinsessuna Viktoríu í dag þegar hún heimsótti myndver Latabæjar í Garðabæ. Auk þess að bregða sér í hlutverk íþróttaálfsins leiddi Magnús Scheving Viktoríu í allan sannleika um Latabæ, og sagði henni meðal annars hver væri boðskapurinn í sjónvarpsþáttunum. Viktoría kom í gær í þriggja daga heimsókn til Íslands ásamt foreldrum sínum, Karli Gústav konungi og Silvíu drottningu. Með prinsessunni í för í Latabæ var Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert