Hálfu tonni af humri stolið í Njarðvík

Hálfu tonni af humri var stolið úr húsnæði við Hafnarbakka í Njarðvík um helgina. Ekki hefur tekist að upplýsa þjófnaðinn, að sögn varðstjóra hjá lögreglunni.

Lögreglunni var tilkynnt um innbrot í fyrirtækið í gærmorgun. Humarinn var frystur og verkaður í 20 kílóa pakkningar. Segir lögreglan hið stolna magn óvenju mikið, algengara sé að 100-200 kílóum sé stolið þegar humar eða frosinn fiskur er annars vegar.

Fram kemur á vefsetri Víkurfrétta að söluandvirði ránsfengsins geti verið rúm ein milljón króna.

mbl.is