Kallað eftir rökstuðningi setts dómsmálaráðherra

Atli Gíslason, lögmaður Hjördísar Hákonardóttur, eins umsækjenda um stöðu hæstaréttardómara, hyggst senda settum dómsmálaráðherra, Geir H. Haarde, bréf þar sem óskað er eftir rökstuðningi ráðherra hvernig skipan Jóns Steinars Gunnlaugssonar samrýmist ákvæðum jafnréttislaga og þeim forsendum sem gefnar voru í auglýsingu um embættið.

Jafnframt ætlar Atli að óska eftir afriti af bréfi sem Geir fékk sent frá Jóni Steinari, að liðnum umsóknarfresti um stöðuna. Atli segist ekki vita um innihald bréfsins, en umbjóðandi sinn vilji sjá það. Efni þess hafi ekki verið kynnt öðrum umsækjendum. Væntanlega hafi Jón Steinar verið að fylgja eftir umsókn sinni.

Að sögn Atla verður settur dómsmálaráðherra einnig spurður af hverju lögmannsreynslan var tekin út úr í rökstuðningi ráðherra en horft framhjá öðrum matsþáttum. Spurt sé að gefnu tilefni í umsögn Hæstaréttar frá í ágúst 2003, þegar Ólafur Börkur Þorvaldsson var skipaður, þar sem áhersla hafi verið lögð á önnur atriði en lögmannsreynslu umsækjenda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »