Rjúpnaveiðibann stytt

Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra, hefur ákveðið að stytta þriggja ára veiðibann á rjúpu um eitt ár og verður því aflétt næsta haust, að því er kom fram í fréttum Bylgjunnar og Ríkisútvarpsins í dag. Sigríður Anna hefur boðað til blaðamannafundar eftir hádegi vegna málsins.

mbl.is