Segir Atómstöðina eiga sér fyrirmynd í tékkneskri bók

Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson mbl.is/Golli
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við Háskóla Íslands, segir að margt í Atómstöðinni eftir Halldór Laxness standist ekki tímans tönn enda hafi allt reynst rangt sem höfundur bókarinnar og aðrir sósíalistar hefðu sagt um svik og landsölu ráðamanna. Hins vegar stæði eftir lipurlega skrifuð skáldsaga um algengt efni, ævintýri ungrar sveitastúlku í borg. Þetta kom fram í erindi Hannesar á félagsvísindaþingi sem nú stendur yfir í Háskóla Íslands.

Hannes Hólmsteinn segir að líta megi á Atómstöðina sem þrjár sögur með þrjú nöfn, eins og sjáist á þýðingum erlendis. Atómstöðin sé saga um svik. Hús organistans sé um taóisma, friðinn bak við skarkalann. Norðanstúlkan sé um sveitastúlku, sem lendir í ævintýrum í borginni.

Það kom fram í erindi Hannesar að Atómstöðin eigi sér sterka fyrirmynd í bókinni Anna öreigastúlka (Anna proletarka) eftir tékkneska kommúnistann Ivan Olbracht, sem gerist í Prag 1919-1920, en Einar Olgeirsson hafði einmitt í ritdómi 1932 bent Halldóri á þessa bók sem réttar og sannar öreigabókmenntir, að sögn Hannesar. Margt sé hliðstætt í þessum bókum. Anna og Ugla koma báðar saklausar sveitastúlkur inn á yfirstéttarheimili, fjögur börn eru á heimilinu, og verður eldri stúlkan þunguð, en einn sonurinn er gjálífur.

Ugla og Anna kynnast báðar öðrum heimi, Unuhúsi og Karl-Marx-félaginu, og góðum piltum, verða báðar þungaðar og ala barn sitt annars staðar. Þær öðlast báðar stéttarvitund, og báðum sögunum lýkur á torgum. Ugla sér jarðsetningu jarðneskra leifa Jónasar Hallgrímssonar í Reykjavík, Anna er á útifundi í Prag. Í báðum bókunum er undirtónninn svik, í Atómstöðinni er landið selt, en í Önnu öreigastúlku svíkja jafnaðarmenn málstað öreiganna, að sögn Hannesar Hólmsteins.

Thor Vilhjálmsson Landaljómi?

Hannes Hólmsteinn sagði, að ein fyrirmynd Uglu sé Arnheiður Sigurðardóttir, og séu vísbendingar um það í sögunni, auk þess sem Halldór hafi látið að því liggja við Arnheiði sjálfa. Fyrirmynd organistans sé kunnari. Hann sé settur saman úr tveimur mönnum, Erlendi í Unuhúsi og Þórði Sigtryggssyni, en Hannes Hólmsteinn sagðist hafa lesið óprentaða og óprenthæfa sjálfsævisögu hans í handritadeild Þjóðarbókhlöðu. Fyrirmyndir Búa Árlands séu aðallega Guðmundur Vilhjálmsson, forstjóri Eimskipafélagsins, og Pálmi Hannesson rektor. Forsætisráðherrann sé auðvitað Ólafur Thors. Atómstöðin sé öðrum þræði harkaleg árás á Ólaf.

Aukapersónur sögunnar eigi sér líka fyrirmyndir. Landaljómi sé til dæmis Thor Vilhjálmsson, sonur Guðmundar Vilhjálmssonar, guðinn briljantín sé Ragnar Frímann Kristjánsson, sem alræmdur var um 1945, og Kleópatra eigi sér fyrirmynd í Guðmundu Sigurðardóttur, eins og sterkar vísbendingar séu um í sögunni. Bítar eða Tvö hundruð þúsund naglbítar sé settur saman úr Sigurjóni Péturssyni í Álafossi og Jóhanni Þ. Jósefssyni, en blýgrái, sorglegi maðurinn sé vitaskuld Jónas frá Hriflu. Halldór hagnýti sér líka ýmislegt úr Reykjavíkurlífinu um 1945-1947, að sögn Hannesar.

Hannes Hólmsteinn rakti í fyrirlestrinum viðbrögðin við Atómstöðinni. Ígór Kortsjatín, fyrsti sendiráðsritari í sendiráði Sovétríkjanna, hafi verið ánægður með bókina, eins og sjá megi af skýrslum í Moskvu, líka margir íslenskir sósíalistar, svo sem Halldór Stefánsson, Jakob Benediktsson og Sverrir Kristjánsson. En Kristján Albertsson hafi reiðst henni og kallað hana skítugan leir. Ragnar í Smára hafi talið bókina merkilegt framlag, en verið ósammála Kiljan. Ragnar hafi viljað halda í mannúð borgaralegs skipulags.

Alþekkt stef

Hannes sagði, að nokkur alþekkt stef úr skáldsögum Halldórs Laxness væru í Atómstöðinni, til dæmis ástir fullorðins manns og ungrar stúlku. Þar væru Búi Árland og Ugla, en annars staðar Steinþór og Salka Valka, Bjartur og Ásta Sóllilja, Arnas Arnæus og Snæfríður. Annað stef væri ástarþríhyrningur manns, konu og hugmyndir. Þar tæki Búi frama sinn fram yfir Uglu, en annars staðar Arnas bækur Íslands fram yfir Snæfríði, Bjartur sauðkindur fram yfir konur sínar og Ástu Sóllilju.

Halldór Laxness rannsakaður fyrir skattsvik

Hannes Hólmsteinn sagði, að það væri kaldhæðni, að í Atómstöðinni væri hæðst að faktúrufölsunum. Þær hefðu falist í því, að gróði þeirra, sem versluðu við Bandaríkin, var tekinn úti með tvöföldum viðskiptum þar (búinn til gervimilliliður), en gjaldeyristekjum ekki skilað heim. Þetta hefði skáldið einmitt sjálfur gert við gróðann af Sjálfstæðu fólki úti í Bandaríkjunum. Hann hefði talið fram kostnað þar og hirt gjaldeyristekjurnar, eins og raunar væri eðlilegt, en það hefði þó verið bannað að íslenskum lögum, að sögn Hannesar. Halldór Laxness hefði sætt rannsókn fyrir skattsvik og gjaldeyrisbrot og raunar verið dæmdur í Hæstarétti fyrir smávægileg gjaldeyrisbrot, en skattamálið hefði verið látið niður falla, að sögn Hannesar.

Margt í Atómstöðinni stæðist ekki tímans tönn, sagði Hannes Hólmsteinn, enda hefði allt reynst rangt, sem Halldór og aðrir sósíalistar hefðu sagt um svik og landsölu ráðamanna. Hins vegar stæði eftir lipurlega skrifuð skáldsaga um algengt efni, ævintýri ungrar sveitastúlku í borg. Það væri því engin tilviljun, að leikgerð sögunnar héti Norðanstúlkan. Halldór hefði sveiflast frá Lenín til Gandhí, og vísbending um það væri taóismi organistans. Hvorugur væri þó góður leiðsögumaður, Lenín eða Gandhí. Jón Trausti hefði varðað besta veginn, þegar hann hefði bent á í heiðarbýlissögum sínum, að Halla hefði að lokum fundið frelsið með því að setjast að í sjávarþorpinu, en ekki með því að hörfa upp í heiðardalinn. Í Atómstöðinni hefði Halldór hrasað niður í sveitasæluna, sem hann hefði hæðst að í Sjálfstæðu fólki. Atómstöðin væri ekki Reykjavíkursaga, heldur andreykjavíkursaga, að því er fram kom í erindi Hannesar Hólmsteins á félagsvísindaþingi.

mbl.is

Innlent »

Einn fékk 27 milljónir

19:28 Einn spilari var með allar tölurnar réttar í Lottó í kvöld og renna 27,2 milljónir til hans. Er miðinn í áskrift. Þá var einn með bónusvinninginn og fékk sá 464 þúsund í sinn hlut. Meira »

17,3° gráður á Ólafsfirði

19:19 Hitinn fór mjög hátt í Fjallabyggð í dag, þrátt fyrir mikið rok og rigningu. Á Ólafsfirði hefur hann náð upp í 17,3° og á Siglufirði 17°. Meira »

„Þetta er allt ævistarfið“

18:47 „Þetta er bara skelfilegt. Annað skipti sem brennur hjá mér, allt til kaldra kola,“ segir Jónas Sigurðsson, eigandi og framkvæmdastjóri SB Glugga, í samtali við mbl.is. Meira »

Bíl hvolfdi við Arnarnesveg

18:37 Fólksbifreið hvolfdi við Arnarnesveg í Kópavogi á sjöunda tímanum í dag er hún skall á annarri. Þrír slösuðust og viðbúnaður viðbragðsaðila er nokkur, en tilkynning um slysið barst um kl. 18.20. Meira »

Vona að þetta verði komið fyrir miðnætti

18:19 „Við skulum vona að þetta verði komið fyrir miðnætti, ef ekki þá höldum við bara áfram,“ segir Eyþór Leifsson, varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Slökkviliðsmenn eru enn að í Hafnarfirði eftir að stórbruni varð þar í iðnaðarhúsnæði í nótt. Meira »

Hagvaxtarstefnan að „líða undir lok“

17:28 „Sú hagfræðikenning sem hefur mótað efnahagsstefnu 20. aldarinnar, efnahagsstefna sem byggir fyrst og fremst á því að halda áfram hagvexti út í eitt, sú efnahagsstefna er að líða undir lok.“ Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir á fundi VG og verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar um kjara­mál fyrr í dag. Meira »

Styrktartónleikar fyrir Söndru

17:25 Stuðlabandið, Stebbi Hilmars, Páll Rózinkrans, Ívar Daníelsson, Hlynur Ben, Úlfur úlfur og fjölmargir tónlistarmenn munu koma fram á styrktartónleikum miðvikudaginn þann 21. nóvember kl. 20:00. Meira »

Vill nýta undanþágur frá orkupakkanum

17:08 „Er ekki leiðin að nýta þær undanþágur sem við gerðum upphaflega?“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins, um innleiðingu þriðja orkupakkans. Meira »

Koma þurfi á fót upplýsingamiðstöð

17:04 Auka þarf upplýsingaflæði og tryggja að innflytjendur fái fréttir af innlendum vettvangi, til að efla lýðræðisþátttöku fólks af erlendum uppruna. Þetta er meðal þess sem fram kom í umræðum á fjölmenningarþingi Reykjavíkurborgar, sem haldið var í fimmta sinn í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Meira »

Öllu innanlandsflugi aflýst

16:39 Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst í dag vegna veðurs. Samkvæmt upplýsingum frá Air Iceland Connect ættu aflýstar flugferðir ekki að hafa nein áhrif á flugdagskrá morgundagsins. Vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að veðrinu muni slota í nótt. Meira »

„Skaðlegar staðalímyndir“ í bók Birgittu

16:26 Sólveig Auðar Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum, birti í morgun ljósmynd af síðu í nýrri barnabók eftir Birgittu Haukdal, þar sem hún gagnrýnir „skaðlegar staðalímyndir“ af starfi hjúkrunarfræðinga sem sýnd er í bókinni. Meira »

Raskanir hafa keðjuverkandi áhrif

15:31 Ellefu af tólf landgöngubrúm á Keflavíkurflugvelli voru teknar í notkun á nýjan leik klukkan eitt í dag þegar lægði nægilega mikið. Farþegar í þrem­ur flug­vél­um sem lentu á Kefla­vík­ur­flug­velli í morg­un höfðu þá beðið í nokkrar klukkustundir eftir að kom­ast úr vél­un­um vegna vonskuveðurs. Meira »

Stödd í „grafalvarlegum stéttaátökum“

15:20 „Við ætlum vissulega að semja um krónur og aura, en við ætlum líka að semja um lífsskilyrði í þeirra víðasta skilningi,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar á fundi Vinstri grænna og verkalýðshreyfingarinnar um kjaramál nú í hádeginu. Meira »

Húsið að mestu leyti ónýtt

14:04 Húsnæði við Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði er nánast alveg ónýtt eftir að eldur kom þar upp í gærkvöldi, að sögn Eyþórs Leifssonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. „Það er spurning með þessa steyptu veggi, hvort þeir geti haldið sér, en húsið er annars að mestu ónýtt og þetta er mikið eignatjón.“ Meira »

Kannski sem betur fer ég

13:25 María Dungal framkvæmdastjóri er með nýrnabilun á lokastigi. Hér heima gekk hún á milli lækna og var sagt að taka vítamín og hætta að ímynda sér hluti en yfirþyrmandi þreyta hefur umturnað lífi hennar. 11 manns hafa boðið Maríu nýra án þess að það hafi gengið. Meira »

Kastar handsprengjum á ríkisstjórnarheimilið

13:19 Miðflokkurinn er að reyna að kasta handsprengjum inn á ríkisstjórnarheimilið að mati Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. Sagði Logi í þættinum Víglínunni á Stöð 2 að afstaða Miðflokksins til þriðja orkupakkans væri poppúlísk. Málið væri stormur í vatnsglasi. Meira »

„Erfitt að kveðja skip eins og Vilhelm“

12:54 Landað var úr Vilhelm Þorsteinssyni EA 570 í Neskaupstað í vikunni og var það síðasta löndun skipsins í íslenskri höfn undir merkjum Samherja. Skipið hefur verið selt til Rússlands, en kom nýtt til landsins árið 2000. Meira »

Vita lítið um umfang tjónsins

12:50 Eigendur neðri hæðar Hvaleyrarbrautar 39, Dverghamrar ehf., hafa lítið fengið að vita um stöðu mála eftir að eldur kom upp á efri hæð hússins í gærkvöldi. Meira »

Ætlaði að redda uppeldinu

12:15 Það er ekki á hverjum degi sem systur eru á sama tíma með bók í jólabókaflóðinu. Júlía Margrét og Kamilla Einarsdætur koma úr bókelskri rithöfundafjölskyldu og eru helstu stuðningsmenn hvor annarrar. Meira »
VELLÍÐAN OG DEKUR.
Stress er þáttur í daglegu lífi. slökun og meðferð við stressi- áralöng reynsl...
Perlur sem ekki þarf að strauja !!
Nýtt á Íslandi, perlur sem ekki þarf að strauja, einungis sprauta vatni á og þær...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
GRUNDIG túbusjónvarp
Grundig TB 800. Til sölu kr. 2500.- Br:80cm.. Hæð:57cm. uppl: 8691204...