Sigurður G. Guðjónsson hættur sem forstjóri Norðurljósa

Sigurður G. Guðjónsson.
Sigurður G. Guðjónsson. mbl.is/Ásdís

Sigurður G. Guðjónsson hætti sem forstjóri Norðurljósa í gær. Í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins segir Sigurður tildrög þess vera skipulagsbreytingar hjá fyrirtækinu. Spurður hvort hann sé ósáttur við ákvörðunina segir hann svo ekki vera. „Nei, þeir sem eru í vinnu hjá hlutafélagi verða einfaldlega að gangast undir það sem stjórnir félaganna vilja. Maður getur ekki haft neina kröfu um að halda vinnu,“ segir hann.

Sigurður segir að ekki liggi fyrir hvað taki við. „Nú er ég bara atvinnulaus.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert