Um 700 manns taka þátt í flugslysaæfingu á Suðurnesjum

Víkurfréttir/Páll Ketilsson

Umfangsmikil flugslysaæfing var haldin á Suðurnesjum í dag, að því er Víkurfréttir greina frá. Sett var á svið flugslys um hádegisbilið í dag. Að æfingunni stóðu flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli, sýslumannsembættin í Keflavík og á Keflavíkurflugvelli auk almannavarnadeild Ríkislögreglustjórans í samvinnu við varnarliðið.

Alls tóku um 700 manns þátt í æfingunni og var viðbúnaður um gjörvöll Suðurnes. Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja var fjölmennur hópur lækna og hjúkrunarfræðina í viðbragðsstöðu og tók á móti „slösuðum“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert