Þykkan svartan reyk leggur frá brunanum við Sundahöfn

Slökkviliðið að störfum við Klettagarða í kvöld.
Slökkviliðið að störfum við Klettagarða í kvöld. mbl.is/Júlíus

Mikinn og þykkan svartan reykjarmökk liggur frá eldinum sem logar í húsnæði endurvinnslufyrirtækisins Hringrásar við Sundahöfn í Reykjavík. Munu það vera hjólbarðar sem brenna.

Óttast er að tjón kunni að verða af völdum reyksins í skrifstofuhúsnæði sem er þarna skammt frá.

Einnig leggur reykinn inn yfir miðborgina. Er fólk, sem býr í grenndinni, varað við að vera á ferli utandyra og ráðlagt að loka gluggum og kynda húsnæðið vel.

Slökkviliðinu barst tilkynning um eldinn rétt fyrir klukkan tíu í kvöld og var allt tiltækt lið boðað á staðinn.

mbl.is