45 daga fangelsi fyrir að stela kjötlæri og osti

Tæplega fertugur Reykvíkingur var í síðustu viku dæmdur í 45 daga óskilorðsbundið fangelsi fyrir að stela kjötlæri og fimm oststykkjum. Einnig var hann dæmdur til að greiða allan málskostnað.

Afbrotin voru framin í fyrra í verslununum 10-11 við Álfheima og Nóatúni við Hringbraut.

Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að við ákvörðun refsingar hafi verið tekið tillit „til skýlausrar játningar ákærða og þess að um lítil verðmæti var að ræða“. Aftur á móti segir að ekki sé hægt að skilorðsbinda refsinguna vegna sakarferils ákærða.

mbl.is