Ákveðnar matvöruverslanir megi vera opnar föstudaginn langa, páskadag og hvítasunnudag

Verslanir mega hafa opið ákveðna helgidaga ef frumvarp dómsmálaráðherra nær …
Verslanir mega hafa opið ákveðna helgidaga ef frumvarp dómsmálaráðherra nær fram að ganga. mbl.is/Þorkell

Á fundi ríkisstjórnar í dag var kynnt frumvarp dómsmálaráðherra um breytingu á lögum um helgidagafrið þannig að verslanir sem uppfylla ákveðin skilyrði megi hafa opið föstudaginn langa, páskadag og hvítasunnudag.

Undanþágan nær til matvöruverslana með verslunarrými undir 600 fermetrum þar sem a.m.k tveir þriðju hlutar veltunnar er sala matvælum, drykkjarvöru og tókbaki.

Að sögn Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra, er frumvarpið flutt eftir starf nefndar skipuð fulltrúum dómsmálaráðuneytisins, Biskupsstofu og Samtaka verslunar og þjónustu.

mbl.is