Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, er í leyfi í útlöndum fram á laugardag og á meðan mun Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, gegna embætti forsætisráðherra þar sem Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, er einnig í leyfi í útlöndum.
Samkvæmt upplýsingum Fréttavefjar Morgunblaðsins verður Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fjarverandi síðari hluta vikunnar og verður Guðni þá einnig handhafi forsetavalds ásamt forseta Alþingis og forseta Hæstaréttar.