Landakotsskóli verði almennur grunnskóli

Viðræður eru í gangi á milli Reykjavíkurborgar og Landakotsskóla um að skólinn verði hluti af almenna skólakerfinu en hugmyndafræði hans verði áfram við lýði. Þetta upplýsti Stefán Jón Hafstein, starfandi forseti borgarstjórnar og formaður menntamálaráðs, á fundi borgarstjórnar í gær.

"Skólinn gengi með þessu móti í endurnýjun lífdaga sem almennur skóli án skólagjalda og með fullum framlögum frá borginni í samræmi við breytta stöðu. Þetta er nú til athugunar að undangengnum nokkrum viðræðum við forráðamenn skólans og könnun gerð á rými og fleiru í tengslum við áætlaða uppbyggingu í vesturbænum."

Stefán Jón sagði þörf á nýjum grunnskóla í vesturbæ vegna þéttingar byggðar. Lítið vit væri í því að byggja enn einn skólann á því svæði á meðan Landakotsskóli stæði með auð pláss.

Landakotsskóli var stofnaður árið 1896 og er einn af elstu starfandi grunnskólum landsins. Hann hefur verið rekinn sem sjálfstæð stofnun og er í eigu kaþólsku kirkjunnar á Íslandi.

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagðist ekki hafa vitað af þessum viðræðum. Hann setti sig ekkert upp á móti þessari leið. Samt mætti ekki ganga þannig til verks að stjórnendum skólans yrðu settir einhverjir afarkostir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »