Hannes Hólmsteinn: Hefði átt að vísa oftar í Peter Hallberg og Halldór Laxness

„Ég er sammála Guðmundi Jónssyni sagnfræðingi (og Helgu Kress) um það, að ég hefði átt að vísa oftar til Peters Hallbergs, sem ég hafði mikið gagn af, í bók minni, Halldór, sem kom út árið 2003. Ég hélt, að ein allsherjartilvísun í eftirmála, þar sem ég tók fram, hversu mikið gagn ég hefði haft af ritum Hallbergs, nægði. En ég sé nú, að svo er ekki. Hallberg átti auðvitað skilið, að ég vitnaði oftar til hans, ekki síst í meginmáli."

Þetta kemur fram í svari Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar prófessors við opnu bréfi Guðmundar Jónssonar, prófessors í sagnfræði, sem sent var út til allra starfsmanna Háskóla Íslands í gær. Hannes segir að það hafi "blátt áfram [orðið] útundan að vísa nægilega ört og skýrt til þeirra Laxness og Hallbergs," en í svarinu tekur hann einnig undir þá gagnrýni Guðmundar og Helgu Kress að hann hefði átt að afmarka skýrar, hvað í köflum bókarinnar um æsku Laxness er sótt í æskuminningabækur hans, og vísa oftar í ritin neðanmáls. "Bókin hefði ekki spillst við það," segir Hannes í svari sínu. " Ég hefði vissulega átt að stytta endursagnir mínar úr þessum bókum og gera texta minn ólíkari texta Laxness. Þetta var athugaleysi af minni hálfu. Það er því sorglegra sem það hefði í hæsta lagi kostað mig nokkurra daga vinnu að kippa þessum atriðum í lag. Það var ekki tímaskortur, sem réð þessari yfirsjón, heldur hitt, að ég beindi athyglinni í aðra átt. Ég lagði mig fram um að láta Halldór Kiljan Laxness njóta sannmælis í bók minni, halla hvergi á hann, og líka að gera frásögnina læsilega og fróðlega, svo að bókin yrði við alþýðu skap."

Háskólayfirvöld taki málið föstum tökum

Guðmundur krefst þess í opna bréfinu sem beint er til rektors að háskólayfirvöld taki þær ásakanir sem komið hafa fram um vinnubrögð Hannesar Hólmsteins föstum tökum og kveði skýrt upp úr með það hvort viðurkenndar fræðireglur um meðferð heimilda hafi verið brotnar. "Þannig sýnir Háskólinn í verki að siðareglur hans eru meira en orðin tóm og gefur jafnframt ótvírætt til kynna að svipaðar siðareglur gildi í Háskóla Íslands og í háskólum erlendis."

Segist Guðmundur hafa fengið spurnir að því að siðanefnd HÍ, sem falið var að kanna málið, ætli ekki að aðhafast frekar í því. "Ég tel hins vegar að háskólayfirvöld geti ekki leitt svo alvarlegar ásakanir um óvönduð fræðileg vinnubrögð hjá sér og þeim beri að taka skýra afstöðu gegn ritstuldi. Umræðan er sérlega mikilvæg innan sagnfræðinnar þar sem rík áhersla er lögð á vandaða meðferð heimilda. Til nemenda í sagnfræði eru gerðar þær kröfur að þeir sýni hvar þeir leiti fanga í ritsmíðum, að þeir forðist mistúlkun og afbökun heimilda, í stuttu máli, að þeir sýni heilindi gagnvart bæði lesendum og öðrum höfundum."

Hannes bendir á að hann sé að vinna að svari við ritgerð Helgu í tímaritinu Sögu og sér finnist að Guðmundur hefði mátt bíða eftir því svari.

Í svari sem Helga Kress skrifar við bréfum Hannesar og Guðmundar í gær kemur fram að engin svör hafi borist frá háskólarektor við ítarlegri skýrslu um vinnubrögð Hannesar Hólmsteins. Var skýrslan að sögn Helgu send rektor sl. haust.

Innlent »

United Silicon ljúki öllum úrbótum

19:44 United Silicon fær ekki heimild til að hefja framleiðslu á ný fyrr en lokið hefur verið við nær allar þær útbætur sem tilteknar eru í mati norska ráðgjafafyrirtækisins Multiconsult sem rannsakað hefur tækjabúnað fyrirtækisins. Þetta kemur fram í úrskurði Umhverfisstofunar, sem tilkynnt var um í dag. Meira »

Mikil spenna og smá stress á Sundance

18:45 „Þetta er stórt skref og mikill heiður,“ segir Ísold Uggadóttir. Fyrsta kvikmynd hennar í fullri lengd, Andið eðlilega, keppir til aðalverðlauna á Sundance-kvikmyndahátíðinni í Park City í Bandaríkjunum á morgun. Meira »

Sindri Freysson fær Ljóðstaf Jóns úr Vör

18:44 Sindri Freysson fékk í dag afhentan Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir ljóðið Kínversk stúlka les uppi á jökli. Þetta er í sautjánda sinn sem Lista- og menningarráð Kópavogs afhendir Ljóðstaf Jóns úr Vör. Meira »

Reynslusögur af daggæslu

18:38 Bið eftir leikskólaplássi er vandamál sem margir foreldrar kannast við þegar fæðingarorlofinu sleppir. Á dögunum var stofnaður á Facebook-umræðuhópur fyrir foreldra í þessari stöðu, og á örfáum dögum eru meðlimir komnir yfir þúsund. Meira »

Þyrlan í útkall á Lyngdalsheiði

18:16 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti einn slasaðan á Lyngdalsheiði rétt fyrir klukkan fimm í dag eftir að smárúta valt á heiðinni. Lenti þyrlan við Landspítalann um sexleytið. Meira »

Gul viðvörun víða um land

16:51 Búast má við áframhaldandi hvassvirðri á Suður- og Suðausturlandi í kvöld, nótt og fram frameftir annað kvöld. Þó mun hlýna og gera má ráð fyrir rigningu samhliða vindinum á morgun. Á Faxaflóasvæðinu er spáð hvassri austanátt síðdegis á morgun og er sérstaklega varað við snörpum vindhviðum við fjöll. Meira »

Bíll valt í Norðurá

15:24 Tveir ferðamenn voru fluttir á slysadeild á Akureyri í hádeginu eftir að bíll þeirra valt í Norðurá í Skagafirði. Að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki eru þeir ekki alvarlega slasaðir. Meira »

Benedikt og Frú Ragnheiður verðlaunuð

15:38 Uppreisnarverðlaunin voru veitt í fyrsta skipti til viðurkenningar á markverðu og óeigingjörnu starfi í þágu frjálslyndis og almannahagsmuna. Uppreisn, ungliðahreyfing Viðreisnar, veitir verðlaunin sem þakklætisvott í garð þeirra sem skarað hafa fram úr á framangreindum sviðum Meira »

Frekari fregnir væntanlegar á morgun

13:44 Forsvarsmenn United Silicon fara nú yfir gögn en heimild til greiðslustöðvunar fyrirtækisins rennur út á morgun. Karen Kjartansdóttir, talsmaður fyrirtækisins, sagði að frekari fregnir væru væntanlegar á morgun en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Meira »

Segir grein Frosta rökleysu

12:54 Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ, segir að borgarlína sé vitrænn háttur til að efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Hún gagnrýndi grein Frosta Sigurjónssonar, fyrrverandi þingmanns Framsóknarflokksins, um borgarlínu. Meira »

Telur að hann eigi að fara út úr fjölmiðlum

12:01 Eyþór Arnalds sem sækist eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segist telja rétt að hann losi sig út úr fjölmiðlarekstri ef hann verður kjörinn borgarfulltrúi. Meira »

Banaslys á Arnarnesvegi

11:50 Ungur maður lést í bílslysi á Arnarnesvegi um hálfþrjú í nótt, samkvæmt upplýsingum frá aðalvarðstjóra í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Borgarlína og spítali

11:13 Borgarlínan var mál málanna í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hilmar Þór Björnsson arkitekt fjallaði meðal annars um borgarlínuna, samgöngumál og þéttingu byggða. Jafnframt var spítalinn til umræðu. Meira »

Búið af aflétta óvissustigi

10:52 Óvissustigi var aflýst í Ólafsfjarðarmúla klukkan átta í morgun og búið er að opna Siglufjarðarveg.   Meira »

Slær í 35-40 m/s í hviðum

09:24 Síðdegis í dag verður snjófjúk s.s. á Hellisheiði, Mosfellsheiði og Kjalarnesi. Undir Eyjafjöllum er spáð austanstormi frá klukkan 17 í dag og í hviðum fer vindhraðinn í allt að 35-40 m/s. Þar verður hvassast í kvöld. Í Öræfum við Sandfell skellur óveðrið á um klukkan 15, segir á vef Vegagerðarinnar. Meira »

Skora á þingmenn

11:02 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir yfir vonbrigðum með að ekki sé tryggt fjármagn á árinu 2018 við áframhaldandi framkvæmdir við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar. Bókun þess efnis var samþykkt einróma á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. Meira »

Ákvörðun um framboð tekin fljótlega

10:28 Á þingi Sósíalistaflokksins í gær var rætt um mögulegt framboð flokksins til sveitarstjórna í vor. Mikill fjöldi fundarmanna tók til máls á fundinum, segir í frétt á vef flokksins. Samþykkt var að boða fljótlega til félagsfundar þar sem ákvörðun yrði tekin um framboð til sveitastjórna. Meira »

49 greind með RS-veirusýkingu

09:00 Alls hafa 49 verið greindir með RS-veirusýkingu á veirufræðideild Landspítalans á fyrstu tveimur vikum ársins. Í síðustu viku voru 29 greindir með RV en þar af voru 15 börn á fyrsta og öðru ári. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

STURTUKERRUR _ STURTUKERRUR
Sturtukerrur, rafdrifnar, fjarstýring, sturta aftur og til beggja hliða, hæð sk...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
START/BYRJA: 2018: 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6.(HOLIDAY: 21/7-19/8), 3/9, 1/...
Teikning eftir Mugg til sölu
Teikning eftir Mugg til sölu, úr Sjöundi dagur í paradís, blýants og tússteiknin...
 
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir að...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. R...
Aukatekjur vikulega
Önnur störf
Aukatekjur Morgunblaðið vantar fólk ...
L edda 6018011619i
Félagsstarf
? EDDA 6018011619 I Mynd af auglýsin...