Bráðnun jökla hraðari en búist var við

Jöklar á Íslandi hopa sem aldrei fyrr. Sjór mun ganga upp að Tjörninni í Reykjavík á næstu 1000 árum ef ekkert verður að gert. Þetta segir Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur Orkustofnunar, sem rannsakað hefur hlýnun loftlags og bráðnun jökla hér á landi. Í nýrri skýrslu Orkustofnunar kemur fram að jöklar á Íslandi hafi aldrei bráðnað hraðar en árið 2003. Bráðnun jökla mun aukast talsvert ef ekki verður gripið til aðgerða, að mati Odds.

Orkustofnun mælir bráðnun jökla ár hvert. Niðurstöður nýlegrar skýrslu fyrir loftlagsbreytingar árið 2003 benda til að loftslag á Íslandi fari hlýnandi. Oddur segir jöklana besta mælikvarða á breytingar á loftslagshita.

"Jöklar eru mjög næmir. Þeir finna vel fyrir hitabreytingum og því góður mælikvarði á breytingar í andrúmsloftinu," segir Oddur.

Horfinn heimur birtist á ný

Síðustu þrjú ár hefur hiti loftslags hér á landi verið sá hæsti sem mælst hefur frá upphafi mælinga árið 1822. Oddur segir ástæðuna fyrir því vera breytingar á koldíoxíði í andrúmsloftinu. "Á síðustu öld jókst koldíoxíð mikið, en það hefur ótvíræð áhrif á hlýnun hitastigs á jörðinni. Má um því kenna iðnvæðingunni, útblæstri frá verksmiðjum og aukinni einkabílavæðingu, ásamt fleiri þáttum. Hækkunin nam tveimur gráðum á síðustu öld og virðist ekki í sjónmáli að sú tala lækki á komandi árum," segir Oddur.

"Flatarmál allra jökla á landinu er um 11.000 ferkílómetrar," heldur Oddur áfram. "Flatarmál þeirra minnkar um 0,2 prósent á ári, sem þýðir að íslenskir jöklar hafi minnkað um 20 til 30 ferkílómetra á hverju ári," segir Oddur.

Hann segir bráðnun jökla hafa í för með sér að landsvæði sem legið hefur undir ís í hundruð ára vera forvitnilegt viðfangsefni. Nefnir hann mannvistarleifar á Breiðamerkursandi í þessu sambandi og aðrar jarðvistarleifar sem flestir hafi talið glataðar um aldur og ævi.

Nauðsynlegt að taka höndum saman

Oddur segir gríðarlega mikilvægt að koma böndum á hækkandi hitastig jarðar. Menn verði að taka höndum saman ætli þeir að ná markmiðum sínum. "Kyoto-bókunin er dæmi um tilraun til að ganga í málið. Ég efast hins vegar um að þetta sé nóg því stjórnvöld margra landa hafa fengið leyfi til að hleypa meira koldíoxíði út í andrúmsloftið en upphaflegi samningurinn kvað á um," segir Oddur. "Hækkun hitastigs er mesti vandi sem mannkynið hefur staðið frammi fyrir frá upphafi daga. Ef menn bregðast hratt við og draga úr koldíoxíði í andrúmsloftinu þá er í besta falli hægt að koma hitastigi jarðar niður á hundrað árum. Hættan er hins vegar sú að menn tregðist enn frekar við. Afleiðingarnar eru hræðilegar."

Fjöldi landa undir sjó

Við bráðnun jökla safnast ár í færri farvegi. Yfirborð sjávar hækkar við það og segir Oddur að yfirborð sjávar hafi hækkað að meðaltali um 3-3,5 millimetra á ári. Þetta samsvarar feti á öld, eða um 30 sentímetrum. Með þessu áframhaldi telur hann yfirborð sjávar hækka um þrjá metra á þúsund árum og sé augljóst að fjöldi landa við miðbaug muni hverfa undir sjó.

"Yfirborð sjávar í Faxaflóa mun hækka talsvert og færa höfnina í Reykjavík í kaf. Sjór gengi fast upp að Iðnó við Tjörnina," segir Oddur.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Höfðu beðið og leitað

13:49 Ævilangri leit Gunnars Smith að föður sínum lauk á síðasta ári en eftir að hafa reynt allt í leitinni kom sonur hans, Hlynur Smith, honum á sporið. Meira »

Lesendur „ekki bara einhverjir túristar“

13:10 The Reykjavík Grapevine og Iceland Review, íslenskir fjölmiðlar sem skrifa á ensku, gera alvarlegar athugasemdir við ákvæði í frumvarpi að lögum um styrki til fjölmiðla, um að efnið verði að vera á íslensku. Meira »

Stefán spyr um afdrif Hrekkjusvínanna

11:11 Stefán Andrésson, sonur Þorbjargar Pálsdóttur myndhöggvara, auglýsir nú eftir afdrifum eins verka móður sinnar. Verkið sem um ræðir er Hrekkjusvín og var á útilistasýningu á Skólavörðuholtinu 1972. Eftir það fór verkið til Neskaupsstaðar og Vestmannaeyja, en síðan hefur ekkert til þess spurst. Meira »

Úlfur úlfur

10:24 Það kemur að því að þú áttar þig á því að fréttin: „Svona getur þú unnið milljónir í lottóinu“ mun líklega ekki skila neinum peningum. Og það eru takmörk fyrir því hvað er hægt að gera margar fréttir um fólk sem trúði ekki sínum eigin augum. Meira »

Höfðu afskipti af „virki“ í flugstöðinni

09:54 Flugvallarstarfsmenn á Keflavíkurflugvelli óskuðu nýverið eftir aðstoð lögreglunnar á Suðurnesjum vegna flugfarþega sem höfðu hreiðrað um sig hjá söluskrifstofu Icelandair í flugstöðinni. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að öryggisgæslan á flugvellinum hafi reynt að koma þeim á æskilegri stað, en þau brugðist illa við þeim umleitunum. Meira »

Stefnir í góðan dag í brekkunum

09:54 Helstu skíðasvæði landsins opna núna klukkan tíu í dag og eru opin frameftir degi. Bláfjöll, Skálafell og Hlíðarfjall tala öll á vefsíðum sínum um smá frost en hér um bil logn víðast. Meira »

Sex skip voru við loðnuleit

09:30 Tvö norsk veiðiskip hafa bæst í hóp skipa sem leita loðnu við landið og í gær voru sex skip við loðnuleit. Langt er síðan slíkur fjöldi skipa hefur tekið þátt í verkefni sem þessu ef þá nokkurn tímann. Meira »

Grænmetismarkaðurinn jafnar sig

08:18 „Mér sýnist markaðurinn vera heldur að jafna sig á Costco-áhrifunum. Ég upplifi það líka sem viðskiptavinur að hægt er að fá körfu þótt komið sé þangað á föstudegi,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands garðyrkjubænda, um þróunina í sölu á grænmeti og berjum. Meira »

Auka verður framlög til viðhalds og vegagerðar

07:57 Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) hafa áhyggjur af tíðum umferðarslysum á þjóðvegunum, að sögn Jóhannesar Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra SAF. Hann benti á að auknum fjölda erlendra ferðamanna hefði fylgt fjölgun slysa. Meira »

Erlendir svikahrappar í símanum

07:37 Heimilisfólk á Dvalarheimilinu Jaðri í Ólafsvík hefur orðið fyrir ónæði vegna hringinga í heimilissíma, þar sem hringjendur tala ensku, segjast vera frá tölvufyrirtæki og vilja laga tölvur viðkomandi með aðstoð eigendanna. Meira »

Réðst á gesti og starfsfólk

07:22 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af ölvaðri konu við veitingahús í miðborginni á fjórða tímanum í nótt. Konan er grunuð um að hafa ráðist á gesti og starfsfólk veitingahússins. Konan neitaði aðspurð að gefa lögreglu nafn sitt eða kennitölu og var hún vistuð fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Meira »

Handtekinn eftir umferðarslys

07:14 Á þriðja tímanum í nótt var lögreglan kölluð til vegna umferðarslyss á Bústaðarvegi við Sprengisand, en þar höfðu tveir bílar skollið saman. Annar ökumaðurinn var handtekinn grunaðar um ölvun við akstur og að hafa ekið án réttinda. Meira »

Rukkun fyrir ferð sem aldrei var farin

05:30 „Ég var frekar undrandi að sjá þetta og kannaðist ekki við að hafa verið þarna á ferðinni, eða bílar á mínum vegum,“ segir Anders Hansen á Leirubakka í Landsveit á Suðurlandi, sem rak augun í rukkun frá Vaðlaheiðargöngum í vikunni, þegar hann opnaði heimabanka sinn í tölvunni. Meira »

Venjuleg jarðarför kostar yfir milljón

05:30 Áætla má að kostnaður við útfarir sé nokkuð á þriðja milljarð króna á ári. Þórólfur Sveinsson, búfræðikandidat á Ferjubakka í Borgarfirði, segir að ef kostnaður við „venjulega“ útför sé orðinn yfir milljón skipti hann verulegu máli fyrir talsverðan hóp fólks. Meira »

Kostir stjórnvalda skýrir

05:30 „Valkostirnir eru skýrir fyrir stjórnvöld, það er annaðhvort að vera með vinnumarkaðinn í fanginu út kjörtímabilið eða fá vinnufrið og byggja upp betra, réttlátara og stöðugra samfélag,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, eftir að verkalýðsfélögin höfnuðu tilboði Samtaka atvinnulífsins í gær. Meira »

Reglur um kaupauka íþyngi ekki

05:30 Starfsfólk fjármálafyrirtækja á Íslandi getur fengið mest 25% kaupauka sem hlutfall af árslaunum. Slíkt hámark er ekki hjá öðrum starfsstéttum á Íslandi. Meira »

Heiðursborgarar funda í Iðnó

05:30 Boðað er til svonefndrar baráttuskemmtunar um Víkurkirkjugarð í Iðnó í dag, laugardag, kl. 14. Ávörp flytja Vigdís Finnbogadóttir, Friðrik Ólafsson og Hjörleifur Stefánsson. Þorgerður Ingólfsdóttir stjórnar söng og leikarar flytja leikþátt. Meira »

Fjórhjólum ekið um göngustíga

05:30 Nokkur brögð eru að því innan og utan höfuðborgarsvæðisins að fjórhjólum sé ekið um göngustíga eða aðra slóða sem ökutækjum er bannað að aka eftir. Meira »

Vistaður í fangageymslu eftir bílveltu

Í gær, 23:42 Bíll valt á Vesturlandsvegi í Kollafirði á tíunda tímanum í kvöld. Ökumaður var fluttur á slysadeild Landspítala en meiðsli hans eru ekki talin alvarleg. Meira »
Til leigu 25mín. frá Akureyri
Lítið 30fm. sumarhús, svefnpláss fyrir 2-4, ljósleiðari, útisturta, 10 mín. í su...
4 manna hornklefi Infrarauður Saunaklefi tilboð til 299.000
Verð 350.000 Topp klefar.Tilboð 299.000 (er á leiðinni 4-6 vikur ) Hiti frá 3...
PALLHÝSI Travel Lite á Íslandi
Nú er besti tíminn til að panta, og fá húsið í maí. Einkaumboð fyrir TRAVEL L...