Hlaut heimsmeistaratitil fyrir uppstoppaðan lax

Haraldur Ólafsson frá Akureyri varð heimsmeistari í flokki atvinnumanna í uppstoppun dýra en mótið stendur yfir í borginni Springfield í Illinoisríki í Bandaríkjunum.

Haraldur fékk verðlaunin fyrir lax en hann sýndi auk hans uppstoppaðan urriða. Er þetta besti árangur sem Íslendingur hefur náð í mótinu. Steinar Kristjánsson varð í öðru og þriðja sæti í opnum flokki fyrir fugla.

Alls voru keppendur á mótinu á annað þúsund frá 22 löndum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert