Jarðfræðileg vá meiri en talið var

Nýjar jarðfræðirannsóknir sýna að misgengjakerfi við Kárahnjúka er viðameira en áður var talið og kann myndun Hálslóns og aukinn vatnsþrýstingur samfara því að valda misgengishreyfingum á Kárahnjúkasvæðinu. Þá kann virkni í nærliggjandi eldstöðvakerfum, þar á meðal í Öskju, Kverkfjöllum og Snæfelli, að leiða til misgengishreyfinga við Kárahnjúka.

Þessar nýju athuganir benda því til að svæðið sé ekki fullkomlega stöðugt með tilliti til högunar og jarðskjálfta og að jarðfræðileg vá sé þar umfangsmeiri en áður hefur verið talið. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu um mat á jarðskjálftum og misgengi á Kárahnjúkasvæðinu sem unnin var að beiðni Landsvirkjunar og kynnt á fundi stjórnar Landsvirkjunar í vikubyrjun.

Samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun má gera ráð fyrir að kostnaður við viðbótaraðgerðir vegna endurskoðunar á hönnun á stíflunum geti legið á bilinu 100-150 milljónir króna. Til samanburðar er heildarkostnaður við Kárahnjúkavirkjun áætlaður 90 milljarðar króna á verðlagi í janúar 2005, þar af er kostnaður við stíflur við Kárahnjúka rúmir 25 milljarðar.

Að sögn Freysteins Sigmundssonar, jarðeðlisfræðings á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og formanns vinnuhóps sem vann fyrrnefnda skýrslu, einkennist Kárahnjúkasvæðið í dag að lítilli eða engri jarðskjálftavirkni, en niðurstöður nýlegra jarðfræðirannsókna veki áhyggjur þar sem þær sýni að hreyfing hafi orðið á misgengi á nútíma í Sauðárdal, um 5 km suður af Kárahnjúkastíflunni. Virk hreyfing á nútíma þýðir að hreyfing hafi orðið eftir að ísöld lauk fyrir 10 þúsund árum. Segir Freysteinn vísbendingar um að á svæðinu hafi orðið misgengishreyfing nokkrum sinnum á nútíma, síðast fyrir 3000-4000 þúsund árum. Liggur þetta misgengi að hluta undir lónstæði Hálslóns.

Töldu fullnægjandi upplýsingar liggja fyrir

Jarðfræðileg vá á Kárahnjúkasvæði er, samkvæmt skýrslunni, háð virkni á talsvert stóru svæði á Norðurlandi vegna þess að nærliggjandi eldstöðvakerfi geta haft áhrif á jarðskorpuna við Kárahnjúka. Telja skýrsluhöfundar líklegast að áhrifin gætu verið ef kvikuhreyfingar verði í Kverkfjöllum þar sem þau séu næst Kárahnjúkum, en misgengið í Sauðárdal er talið verið jaðarsprunga á eldstöðvarkerfi Kverkfjalla. Spurður um hættuna á Kárahnjúkasvæðinu og líkur á hreyfingum segir Freysteinn að verið sé að yfirfara það í framhaldinu. "Í þessari skýrslu er í takmörkuðu tilliti metin líkindi á atburðum á svæðinu, en það þarf að hafa varann á sér vegna þess að það verða breytingar á svæðinu út af Hálslóni þar sem vatnsþrýstingur í lóninu breytir aðstæðum í jarðskorpunni og hefur áhrif á þau náttúrulegu ferli sem þar eiga sér stað," segir Freysteinn og bendir á að hætta sé á gleikkun sprungna vegna aukins vatnsþrýstings.

Aðspurður hvort menn hefðu átt að sjá þessa vá fyrir segir Freysteinn það annarra að meta hvort þetta sé ásættanlegur framgangur. "Landsvirkjun mat það þannig þegar farið var af stað með verkefnið að fullnægjandi upplýsingar lægju fyrir. Það er alveg ljóst að það koma fram nýjar upplýsingar eftir að framkvæmdin hefst og það leiðir auðvitað til þess að jarðfræðileg vá eða hætta er umfangsmeiri en áður hafði verið talið," segir Freysteinn og bendir á að í sjálfu sér sé ekkert óeðlilegt við svona stórar framkvæmdir að nýjar upplýsingar komi fram á framkvæmdatímanum.

Skýrsluhöfundar leggja til frekari athuganir til að fá staðfestingar á hegðun jarðskorpunnar. M.a. verði fylgst með svæðinu næst stíflunum og lóninu með landmælingum og athugunum á jarðskorpuhreyfingum.

Innlent »

„Bullandi tap“ á landsbyggðinni

11:44 Afkoma hótela og gistiheimila í landsbyggðunum fer versnandi og mörg þeirra eru rekin með tapi. Þá hefur hagnaður bílaleiga og hópbílafyrirtækja svo gott sem þurrkast út á allra síðustu árum, samkvæmt nýrri könnun KPMG á afkomu í ferðaþjónustu. Meira »

Komumst ekki úr hjólförum með krónuna

11:29 „Krónan fellur hratt þessa dagana og við vitum hvað það þýðir. Það þýðir versnandi kjör í landinu,“ sagði Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi. Meira »

Svona var aðkoman að Hlíðarenda

11:21 Mikið vatn var í kjallaranum á Hlíðarenda á morgun. Þjálfarar Vals voru mættir klukkan sex til þess að undirbúa morgunæfingar og mættu miklum vatnsflaumi þegar þeir fóru niður í kjallara til að sækja bolta. Þeir mynduðu aðstæður sem sjást í meðfylgjandi myndskeiði. Meira »

650 atkvæði gegn hinseginumræðu

11:20 Þrír íslenskir þingmenn voru staddir á þingi Alþjóðaþingmannasambandsins í vikunni þar sem kosið var um hvort umræða um málefni og réttindastöðu hinsegin fólks, LGBTI+, mætti vera á dagskrá mannréttindanefndar þingsins. Tæplega 500 atkvæði voru greidd með tillögunni en 650 á móti og var tillagan því felld. Meira »

Heimilið á ekki að vera staður ofbeldis

11:02 „Það væri best ef við þyrftum ekki að halda svona ráðstefnur og efna til vitundarvakningar um heimilisofbeldi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á ráðstefnunni „Gerum betur“ í dag. Umfjöllunarefni ráðstefnunnar eru áhrifaríkar aðferðir og helstu hindranir í vinnu með heimilisofbeldismál. Meira »

Játa íkveikju í Laugalækjarskóla

10:30 Þrír karlmenn hafa játað að hafa kveikt í Laugalækjarskóla í byrjun mánaðarins. Lögreglan handtók mennina, sem eru á þrítugsaldri, eftir ábendingu sem henni barst fyrir um viku. Meira »

Sýslumaður sekti vegna heimagistingar

10:27 Lagt er til í lagafrumvarpi á samráðsgátt stjórnvalda að sýslumaður geti lagt stjórnvaldssektir á þá sem reka leyfisskylda gististarfsemi án leyfis. Samkvæmt núgildandi löggjöf ber sýslumanni að senda slík brot áfram til viðkomandi lögreglustjóra. Meira »

„Mistök sem ég tek á mig“

10:15 Hrólfur Jónsson, fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, segir það á sinni ábyrgð að hafa ekki stigið inn þegar hluta af framúrkeyrslu, 120 milljónum króna, var eytt í framkvæmdir við braggann í Nauthólsvík án þess að heimild var fyrir því. Meira »

Ráðstefna um heimilisofbeldismál

09:55 Ráðstefnan „Gerum betur“ er haldin á Hótel Natura í dag og hefst klukkan 10.00 en umfjöllunarefnið er samvinna í heimilisofbeldismálum. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu í fréttinni. Meira »

Hluti af minjasafni Vals í hættu

09:40 „Við Valsmenn höfum mestar áhyggjur af því að þarna séu munir sem hafi skemmst, því miður,“ segir Lárus Blöndal Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vals. Meira »

Telja eftirliti með skutulbyssum ábótavant

09:30 Samtökin Jarðarvinir telja að eftirliti með skutulbyssum Hvals hf. sem notaðar eru við hvalveiðar virðist vera verulega ábótavant og hafa sent lögreglunni á Vesturlandi erindi þess efnis. Meira »

Vatnstjón í Valsheimilinu

09:16 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út að Hlíðarenda rétt fyrir sjö í morgun vegna mikils vatnsleka. Unnið er að því að þurrka upp og bera út muni en einhver söguleg verðmæti voru geymd í kjallara Valsheimilisins. Meira »

Dregur framboð til baka

09:01 Jakob S. Jónsson hefur ákveðið að draga framboð sitt til formanns Neytendasamtakanna til baka af persónulegum ástæðum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hann hefur sent frá sér. Meira »

Snjallsímar breyttu stöðunni

08:38 Með langa reynslu af olíumarkaðnum í farteskinu hefur Margrét Guðmundsdóttir farið fyrir stjórn N1 síðustu árin. Nýlega samþykkti Samkeppniseftirlitið kaup þess á Festi og með því er orðinn til smásölurisi sem teygir sig yfir mörg svið, allt frá eldsneytisverslun til raftækja og matvöru. Meira »

Sea Shepherd stofna Íslandsdeild

08:33 Sérstök Íslandsdeild hefur verið stofnuð innan umhverfisverndarsamtakanna Sea Shepherd. Stofnfundurinn var haldinn á skemmtistaðnum Gauknum og var Alex Cornelissen, forstjóri samtakanna á heimsvísu, viðstaddur fundinn. Meira »

Lætur krabbameinið ekki stöðva sig

08:30 Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, Sirrý, er 44 ára. Hún segir lífið núna enda talar hún af reynslu. Hún greindist með leghálskrabbamein 2010 og aftur 2015 og þá voru henni gefin eitt til þrjú ár. Á næstu dögum nær hún í grunnbúðir Everest. Meira »

Sprengja úr Dýrafjarðarstafni

08:18 Útlit er fyrir það að öll vötn falli til Dýrafjarðar í apríl ef gangagröfturinn gengur jafn vel og til þessa. Eru um það bil 25 vikur þangað til gangamenn slá í gegn, þangað sem vinnu lauk Arnarfjarðarmegin. Meira »

Hrun í bílasölu eftir að krónan gaf eftir

07:57 Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, áætlar að sala nýrra fólksbíla hafi dregist saman um 30% síðustu 3-4 vikur. Samdrátturinn hafi hafist eftir að gengi krónu fór að gefa eftir í sumarlok. Sala til bílaleiga er meðtalin en hlutur hennar í heildarsölunni hefur farið minnkandi. Meira »

Fyrir þá sem vilja vakna brosandi

07:37 K100 er fyrsta útvarpsstöðin sem hefur dagskrá klukkan sex að morgni og munu Jón Axel Ólafsson, Ágeir Páll Ásgeirsson og Kristín Sif Björgvinsdóttir stýra þættinum Ísland vaknar. Segja þau í samtali við blaðamann að þátturinn sé fyrir þá sem vilja vakna brosandi. Meira »
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Tunika - Peysa
Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Tunika - Peysa St.14-28 kr. 4.990 St. S...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...