Krían komin á Bakkatjörn

Krían er komin á höfuðborgarsvæðið.
Krían er komin á höfuðborgarsvæðið. mbl.is

„Hún var bara að koma af hafi, sveif nokkra hringi yfir tjörninni og settist svo,“ sagði Jón Karlsson, áhugamaður um fugla, í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins (mbl.is) en hann sá kríu setjast á Bakkatjörn á Seltjarnarnesi fyrir nokkrum mínútum.

Jón var að svipast um eftir fugli á Seltjarnarnesinu er hann sagðist hafa séð um 30 kríur komu inn yfir nesið af hafi. Hafi hópurinn hnitað nokkra hringi yfir nesinu áður en hann settist á tjörnina eftir langt ferðalag.

Á vefnum fuglar.is segir í dag, að þúsundir kría séu við Ósland á Höfn og séu þær byrjaðar að skoða varpsvæðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert